Enski boltinn

Abameyang æfir einn og verður ekki með gegn Leeds í kvöld

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang æfir ekki með aðalliði Arsenal þessa dagana.
Pierre-Emerick Aubameyang æfir ekki með aðalliði Arsenal þessa dagana. Catherine Ivill/Getty Images

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, tók fyrirliðabandið af Pierre-Emerick Aubameyang í vikunni eftir agabrot leikmannsins, en hann ákvað einnig að framherjinn myndi ekki æfa með aðalliði félagsins.

Aubameyang hefur ekki verið í leikmannahóp Arsenal í seinustu tveimur leikjum, og nú segir Arteta að leikmaðurinn verði ekki klár í slaginn þegar liðið mætir Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.

 Varðandi ákvörðunina um að taka fyrirliðabandið af framherjanum sagði þjálfarinn að hann verði að taka ákvarðanir út frá því sem honum þyki réttar á hverjum tíma fyrir sig.

„Ég sit hér að reyna að taka eins góðar ákvarðanir og mögulegt er á hverjum degi,“ sagði Arteta. „Það eina sem ég er að hugsa um er að koma félaginu á eins góðan stað og hægt er, að vernda leikmennina og ná í sem best úrslit á vellinum.“

„Þetta hefur verið erfitt af því að þetta eru erfiðar ákvarðanir, en þú verður að gera það sem þér finnst vera rétt,“ sagði Arteta.


Tengdar fréttir

Auba­mey­ang aftur í aga­banni

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, virðist eiga frekar erfitt með að halda sig réttu megin við þau lög og reglur sem Mikel Arteta hefur sett hjá félaginu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×