Innlent

Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
\Skúli Jónsson, stöðvarstjóri í Hafnarfirði, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
\Skúli Jónsson, stöðvarstjóri í Hafnarfirði, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. vísir/egill

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast.

Verkefnið kallar lögreglan Twitter-maraþon eða löggutíst. Hún hefur nokkrum sinnum áður haldið úti slíkri lýsingu á störfum sínum í beinni en í dag hófst hún klukkan 16 og stendur til klukkan fjögur í nótt.

Verkefnin og tilkynningarnar eru alls konar, allt frá hættulega djúpum húsgrunni til alvarlegra umferðarslysa. 

Það verður líklega mikið um að vera hjá lögreglu í nótt enda síðasta föstudagskvöld fyrir jól.

Skilaboðin eru því skýr í kvöld; farið varlega og skemmtið ykkur fallega eða þið endið á Twitter hjá löggunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.