Sigurmarkið kom á sautjándu mínútu uppbótartíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 23:33 Youcef Belaili skoraði sigurmark Alsír þegar tæpar 17 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fadel Senna/AFP/Getty Images Katar tók á móti Alsír í undanúrslitum Arab Cup í knattspyrnu í gær þar sem að gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Það sem gerir sigurmarkið áhugavert er að það kom á sautjándu mínútu uppbótartíma. Djameleddine Benlamri kom gestunum yfir á 59. mínútu og það stefndi allt í það að þetta yrði eina mark leiksins. Eftir frekar tíðindalítinn leik kom það heldur flatt upp á þjálfara Alsíringa þegar dómari leiksins, Pólverjinn Symon Marciniak, tjáði honum að hann ætlaði sér að bæta níu mínútum við leikinn. Aðeins hafði verið skorað eitt mark og liðin höfðu gert samanlagt fjórar skiptingar, og því ekki óeðlilegt að viðstaddir hafi klórað sér í hausnum yfir því hvaðan allur þessi uppbótartími kæmi. Mohammed Muntari jafnaði metin fyrir Katar á sjöundu mínútu uppbótartíma, en eftir að skoða þurfti markið vel og vandlega í VAR-herberginu þurfti að bæta enn frekar við leikinn. Á 14. mínútu uppbótartíma fengu gestirnir svo vítaspyrnu, en þá hafði leikurinn verið í gangi í tæpar 104 mínútur. Youcef Belaili steig á punktinn þegar búið var að leika tæplega 107 mínútur af fótbolta, lét verja frá sér, en tók frákastið sjálfur og tryggði Alsíringum 1-2 sigur og þar með sæti í úrslitum Arab Cup þar sem þeir mæta Túnis á laugardaginn. Mohamed Youcef Belaili, 90 + 17 💉 pic.twitter.com/lDoTRmK4QO— JDZ Football (@JDZFootball) December 16, 2021 Ekki er víst að mark hafi verið skorað jafn seint í leik og markið sem Youcef Belaili skoraði í gær. Dirk Kuyt skoraði eftir tæplega tólf mínútur af uppbótartíma gegn Arsenal í ensku úrvalsdeidinni árið 2011 og í Brasilíu skoraði Anderson, fyrrum miðjumaður Mancheter United, eftir tæplega 16 mínútur af uppbótartíma í leik Gremio og Nautico árið 2005. Fótbolti Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira
Djameleddine Benlamri kom gestunum yfir á 59. mínútu og það stefndi allt í það að þetta yrði eina mark leiksins. Eftir frekar tíðindalítinn leik kom það heldur flatt upp á þjálfara Alsíringa þegar dómari leiksins, Pólverjinn Symon Marciniak, tjáði honum að hann ætlaði sér að bæta níu mínútum við leikinn. Aðeins hafði verið skorað eitt mark og liðin höfðu gert samanlagt fjórar skiptingar, og því ekki óeðlilegt að viðstaddir hafi klórað sér í hausnum yfir því hvaðan allur þessi uppbótartími kæmi. Mohammed Muntari jafnaði metin fyrir Katar á sjöundu mínútu uppbótartíma, en eftir að skoða þurfti markið vel og vandlega í VAR-herberginu þurfti að bæta enn frekar við leikinn. Á 14. mínútu uppbótartíma fengu gestirnir svo vítaspyrnu, en þá hafði leikurinn verið í gangi í tæpar 104 mínútur. Youcef Belaili steig á punktinn þegar búið var að leika tæplega 107 mínútur af fótbolta, lét verja frá sér, en tók frákastið sjálfur og tryggði Alsíringum 1-2 sigur og þar með sæti í úrslitum Arab Cup þar sem þeir mæta Túnis á laugardaginn. Mohamed Youcef Belaili, 90 + 17 💉 pic.twitter.com/lDoTRmK4QO— JDZ Football (@JDZFootball) December 16, 2021 Ekki er víst að mark hafi verið skorað jafn seint í leik og markið sem Youcef Belaili skoraði í gær. Dirk Kuyt skoraði eftir tæplega tólf mínútur af uppbótartíma gegn Arsenal í ensku úrvalsdeidinni árið 2011 og í Brasilíu skoraði Anderson, fyrrum miðjumaður Mancheter United, eftir tæplega 16 mínútur af uppbótartíma í leik Gremio og Nautico árið 2005.
Fótbolti Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira