Fótbolti

Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
6BD53D55860CCD5D4ABFB106C60940D3C65C85B710A2FC1F832DEB4CD99488A5_713x0
Vísir/Vilhelm

Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni.

Á næsta ári eru engir leikir í undankeppni EM eða HM á dagskrá. Fótboltaárinu 2022 mun nefnilega ljúka með lokakeppni HM sem fram fer í Katar í nóvember og desember.

Þess í stað á Ísland fyrir höndum heila leiktíð í Þjóðadeildinni þar sem fjórir leikir eru á dagskrá í júní og tveir leikir í september.

Ísland verður í fyrsta skipti í B-deild eftir að hafa leikið fyrstu tvö árin í A-deild. Með íslenska liðinu í riðli B2 verða Rússland, Ísrael og Albanía.

Íslenska liðið sleppur þannig við að leika gegn Serbum og frændum okkar frá Noregi svo eitthvað sé nefnt.

Riðill B4 býður hins vegar upp á skandinavískan slag þar sem Norðmenn og Svíar munu eigast við, en með þeim í riðili eru einnig Serbía og Slóvenía.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.