Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 12:43 Grótta á Seltjarnarnesi. Eftir að breytingin tekur gildi á næsta ári verður Seltjarnarnes enn með lægra útsvar en nær öll önnur sveitarfélög á landinu. Vísir/Vilhelm Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira