Fagna ákvörðun ráðherra en segja enga töfralausn í sjónarmáli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2021 13:00 Willum Þór og Kristín Theodóra Þórarinsdóttir Vísir/Vilhelm/Aðsend Félag talmeinafræðinga á Íslandi fagnar vilja ráðherra um að fella á brott tveggja ára starfsreynsluákvæði úr rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Formaður félagsins segir að um stórt skref sé að ræða og bindur vonir við að samningaviðræður gangi hratt og vel. Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44