Fótbolti

Modric og Marcelo smitaðir

Sindri Sverrisson skrifar
Marcelo og Luka Modric þurfa að taka sér hlé frá æfingum Real Madrid næstu daga.
Marcelo og Luka Modric þurfa að taka sér hlé frá æfingum Real Madrid næstu daga. Getty

Real Madrid þarf að spjara sig án Króatans Luka Modric og Brasilíumannsins Marcelo í síðustu leikjum ársins í spænsku deildinni í fótbolta.

Real sendi frá sér stutta fréttatilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Modric og Marcelo hefðu báðir greinst með jákvætt sýni í kórónuveirusmitprófum.

Marcelo hefur reyndar lítið spilað fyrir Real í vetur en Modric er sem fyrr lykilleikmaður. 

Real, sem unnið hefur tíu leiki í röð, mætir næst Cadiz á heimavelli um helgina og á svo útileik við Athletic Bilbao 22. desember áður en við tekur stutt jólafrí. 

Fyrsti leikur eftir áramót er gegn Getafe 2. janúar, og þá ættu Modric og Marcelo að geta verið til taks.

Real er með gott forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar og vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu, þar sem liðið mætir PSG í 16-liða úrslitum í febrúar og mars.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.