Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 17:58 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir sífellt yngri börn sýna kennurum óvirðingu. Vísir Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. „Við höfum heilmikið rætt þetta í okkar hópi raunverulega hver ástæðan er fyrir því bæði sé það orðið þannig að yngri nemendur sýni óviðeigandi hegðun og það sé kannski stærri hópur en áður. Þetta er auðvitað alls ekki vísindalega sannað en þetta er tilfinning sem margir félagsmenn hjá mér hafa komið á framfæri,“ sagði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara í Reykjavík síðdegis í gær. Agi í grunnskólum og hegðun barna hefur verið til töluverðar umræðu undanfarið og segir Þorgerður umræðuna um hegðun barna annars eðlis en þá um skóla án aðgreiningar. Ekki megi rugla þessu tvennu saman. Þegar kennarar lýsi yfir áhyggjum vegna hegðunar barna sé ekki um að ræða þann hóp nemenda sem þurfi á meiri aðstoð að halda en aðrir heldur beri á virðingarleysi og dónaskap hjá stórum hluta nemenda. „Þetta erumræða um krakka sem áður áttu auðvelt með að vinna í skólum og voru kannski ekki krakkar sem bar mikið á. Það er kannski frekar sá hópur sem er til umræðu. Hvers vegna það er og hvað hefur breyst í samfélaginu sem gerir það að verkum að börn og ungmenni koma þannig fram að fullorðnu fólki og jafnvel öðrum börnum finnist það virðingarleysi,“ segir Þorgerður. Hvetur til að breytingin verði rannsökuð Erfitt sé að henda reiður á þessa ómenningu sem upp sé komin. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðin menning sem virðist vera uppi, bæði orðbragð og munnsöfnuður og oft gengið fram af fólki.“ Hún telur þessa breytingu vera rannsóknarefni. Nú sé þetta ekki breyting sem hafi verið sönnuð heldur byggi hún á tilfinningu kennara. „Ég held að það þyrfti að gera rannsókn á þessu, það þyrfti að gera vísindalega úttekt því þetta eru allt tilfinningar og það sem fólk talar um sín á milli. Auðvitað eru það ákveðin rök og ákveðin vísbending um að það sé eitthvað sem er að breytast. Þá veltir maður fyrir sér hvaða ástæður liggja á bak við það. Það er kannski það sem fræðimenn þyrftu að fara að skoða núna í samhengi við þessa upplifun kennara,“ segir Þorgerður. Lengi haldið fram að agaleysi ríki í íslenskum skólum Enn annað sé hvort agaleysi hafi ríkt í íslensku skólakerfi. „Við höfum lengi haldið því fram og haft það í flimtingum að agaleysi á Íslandi sé algert og það má kannski segja sem svo að það sé það og það kemur þá inn í skólana líka, skólarnir eru auðvitað samfélag,“ segir Þorgerður. Hún veltir því fyrir sér hvort rekja megi þennan vanda til þess hvernig samskipti heimili og skóla fari fram. „Þegar foreldrar eru komnir svona nálægt skólastarfinu, sem er auðvitað kostur og þeir eiga auðvitað að vera þarna til að fylgjast með líðan barnanna sinna og fylgja eftir námi barnanna sinna, það er þeirra hlutverk. Þá er maður kannski kominn í það að skoðanir foreldra á hegðun sé kannski eitthvað sem við þurfum að fara að ræða um, hvað þyki ásættanlegt í skóla þar sem stórir hópar koma saman og það þarf auðvitað að vinna með hóp en ekki einstakling.“ Samfélagið þurfi að ákveða að breyta samskiptum Það sé þó ekki þar með sagt að vandann megi alfarið rekja til foreldra. Mun líklegra sé að vandamálið sé samfélagslegt. „Það er að segja að við ættum öll að setjast niður og velt því fyrir okkur hvað sé ásættanleg hegðun í hóp og þá er það ekki bara gagnvart börnum sem eru að læra að vera fólk og taka sín skref í skóla, heldur þurfum við kannski sem samfélag að taka á því hvað er ásættanlegt,“ segir Þorgerður. „Þetta er mikið til umræðu til dæmis um samfélagsmiðla. Kannski er bara komin tími á það að íslenskt samfélag fari að setjast niður og velta vöngum hvað þykir ásættanleg hegðun og hvað er kurteisi. Það er kannski það sem við höfum ekki farið mjög djúpt í á undanförnum árum því við héldum kannski öll að við værum sammála um hvað væri kurteisi og ásættanleg hegðun. Kannski er það bara komið upp á yfirborðið að það er mismunandi hvað fólki finnst um það.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
„Við höfum heilmikið rætt þetta í okkar hópi raunverulega hver ástæðan er fyrir því bæði sé það orðið þannig að yngri nemendur sýni óviðeigandi hegðun og það sé kannski stærri hópur en áður. Þetta er auðvitað alls ekki vísindalega sannað en þetta er tilfinning sem margir félagsmenn hjá mér hafa komið á framfæri,“ sagði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara í Reykjavík síðdegis í gær. Agi í grunnskólum og hegðun barna hefur verið til töluverðar umræðu undanfarið og segir Þorgerður umræðuna um hegðun barna annars eðlis en þá um skóla án aðgreiningar. Ekki megi rugla þessu tvennu saman. Þegar kennarar lýsi yfir áhyggjum vegna hegðunar barna sé ekki um að ræða þann hóp nemenda sem þurfi á meiri aðstoð að halda en aðrir heldur beri á virðingarleysi og dónaskap hjá stórum hluta nemenda. „Þetta erumræða um krakka sem áður áttu auðvelt með að vinna í skólum og voru kannski ekki krakkar sem bar mikið á. Það er kannski frekar sá hópur sem er til umræðu. Hvers vegna það er og hvað hefur breyst í samfélaginu sem gerir það að verkum að börn og ungmenni koma þannig fram að fullorðnu fólki og jafnvel öðrum börnum finnist það virðingarleysi,“ segir Þorgerður. Hvetur til að breytingin verði rannsökuð Erfitt sé að henda reiður á þessa ómenningu sem upp sé komin. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðin menning sem virðist vera uppi, bæði orðbragð og munnsöfnuður og oft gengið fram af fólki.“ Hún telur þessa breytingu vera rannsóknarefni. Nú sé þetta ekki breyting sem hafi verið sönnuð heldur byggi hún á tilfinningu kennara. „Ég held að það þyrfti að gera rannsókn á þessu, það þyrfti að gera vísindalega úttekt því þetta eru allt tilfinningar og það sem fólk talar um sín á milli. Auðvitað eru það ákveðin rök og ákveðin vísbending um að það sé eitthvað sem er að breytast. Þá veltir maður fyrir sér hvaða ástæður liggja á bak við það. Það er kannski það sem fræðimenn þyrftu að fara að skoða núna í samhengi við þessa upplifun kennara,“ segir Þorgerður. Lengi haldið fram að agaleysi ríki í íslenskum skólum Enn annað sé hvort agaleysi hafi ríkt í íslensku skólakerfi. „Við höfum lengi haldið því fram og haft það í flimtingum að agaleysi á Íslandi sé algert og það má kannski segja sem svo að það sé það og það kemur þá inn í skólana líka, skólarnir eru auðvitað samfélag,“ segir Þorgerður. Hún veltir því fyrir sér hvort rekja megi þennan vanda til þess hvernig samskipti heimili og skóla fari fram. „Þegar foreldrar eru komnir svona nálægt skólastarfinu, sem er auðvitað kostur og þeir eiga auðvitað að vera þarna til að fylgjast með líðan barnanna sinna og fylgja eftir námi barnanna sinna, það er þeirra hlutverk. Þá er maður kannski kominn í það að skoðanir foreldra á hegðun sé kannski eitthvað sem við þurfum að fara að ræða um, hvað þyki ásættanlegt í skóla þar sem stórir hópar koma saman og það þarf auðvitað að vinna með hóp en ekki einstakling.“ Samfélagið þurfi að ákveða að breyta samskiptum Það sé þó ekki þar með sagt að vandann megi alfarið rekja til foreldra. Mun líklegra sé að vandamálið sé samfélagslegt. „Það er að segja að við ættum öll að setjast niður og velt því fyrir okkur hvað sé ásættanleg hegðun í hóp og þá er það ekki bara gagnvart börnum sem eru að læra að vera fólk og taka sín skref í skóla, heldur þurfum við kannski sem samfélag að taka á því hvað er ásættanlegt,“ segir Þorgerður. „Þetta er mikið til umræðu til dæmis um samfélagsmiðla. Kannski er bara komin tími á það að íslenskt samfélag fari að setjast niður og velta vöngum hvað þykir ásættanleg hegðun og hvað er kurteisi. Það er kannski það sem við höfum ekki farið mjög djúpt í á undanförnum árum því við héldum kannski öll að við værum sammála um hvað væri kurteisi og ásættanleg hegðun. Kannski er það bara komið upp á yfirborðið að það er mismunandi hvað fólki finnst um það.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira