Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. desember 2021 11:06 Þáttastjórnendurnir þrír eru meðal vinsælustu sjónvarpsmanna Fox News. Þrír þekktir þáttastjórnendur hjá Fox News sendu Mark Meadows, sem þá var hægri hönd Donald Trump í Hvíta húsinu, skilaboð 6. janúar síðastliðinn og biðluðu til hans um að fá forstann til að hvetja fólk til að hverfa frá þinghúsinu í Washington. Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila