Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 13. desember 2021 13:44 Börn á aldrinum tólf til fimmtán ára voru bólusett í ágúst. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning eftir áramót en þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá en Þórólfur sagði í samtali við mbl.is að bólusetningar hópsins færu líklega fram aðra vikuna í janúar. Þá sé von á tilkynningu um málið síðar í dag, þar á meðal varðandi framkvæmd bólusetninga. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stóra verkefnið fram undan vera bólusetningar barna. „Það verður mjög stórt og flókið verkefni og allur kraftur fer í það og það verður ekki í Laugardalshöllinni heldur verður það hugsanlega í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvort bólusett verði í Laugardalshöll eftir áramót Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Laugardalshöll eftir áramót en þá stendur meðal annars til að skipta um gólf og ljósabúnað. „Við erum í góðu samstarfi við staðarhaldara í Laugardalshöll og við verðum þar fram að áramótum og munum nota anddyrið, því við erum ekki að boða neina stóra hópa núna heldur er þetta svona hugsað sem björgunarleið fyrir þá sem eru kannski að koma til landsins, námsmenn og aðrir, sem eru að koma yfir hátíðarnar og óska eftir bólusetningu. En það er ekki boðaðir neinir stórir hópar núna,“ segir Ragnheiður. Fyrirsjáanleikinn í faraldrinum hafi hins vegar verið afar takmarkaður og því hafi aldrei verið gerður langtímasamningur við Laugardalshöll. „Síðan erum við ekkert farin að sjá neitt lengra eftir áramót hvað verður eða hvar við verðum. Það liggja fyrir að það verða einhverjar framkvæmdir í Laugardalshöllinni og við vorum ekkert með tímasetninguna á þeim en við vonum það besta,“ segir Ragnheiður. „Ef þær verða ekki hafnar þá munum við vera þar áfram, annars munum við finna okkur nýtt húsnæði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning eftir áramót en þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá en Þórólfur sagði í samtali við mbl.is að bólusetningar hópsins færu líklega fram aðra vikuna í janúar. Þá sé von á tilkynningu um málið síðar í dag, þar á meðal varðandi framkvæmd bólusetninga. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stóra verkefnið fram undan vera bólusetningar barna. „Það verður mjög stórt og flókið verkefni og allur kraftur fer í það og það verður ekki í Laugardalshöllinni heldur verður það hugsanlega í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvort bólusett verði í Laugardalshöll eftir áramót Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Laugardalshöll eftir áramót en þá stendur meðal annars til að skipta um gólf og ljósabúnað. „Við erum í góðu samstarfi við staðarhaldara í Laugardalshöll og við verðum þar fram að áramótum og munum nota anddyrið, því við erum ekki að boða neina stóra hópa núna heldur er þetta svona hugsað sem björgunarleið fyrir þá sem eru kannski að koma til landsins, námsmenn og aðrir, sem eru að koma yfir hátíðarnar og óska eftir bólusetningu. En það er ekki boðaðir neinir stórir hópar núna,“ segir Ragnheiður. Fyrirsjáanleikinn í faraldrinum hafi hins vegar verið afar takmarkaður og því hafi aldrei verið gerður langtímasamningur við Laugardalshöll. „Síðan erum við ekkert farin að sjá neitt lengra eftir áramót hvað verður eða hvar við verðum. Það liggja fyrir að það verða einhverjar framkvæmdir í Laugardalshöllinni og við vorum ekkert með tímasetninguna á þeim en við vonum það besta,“ segir Ragnheiður. „Ef þær verða ekki hafnar þá munum við vera þar áfram, annars munum við finna okkur nýtt húsnæði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57
Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41
Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02