Fótbolti

Þjálfari Gumma Tóta lofaði að fækka fötum og stóð við það

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronny Deila með bikarinn en lærisveinar hans höfðu mikið gaman af.
Ronny Deila með bikarinn en lærisveinar hans höfðu mikið gaman af. Samsett/SkySports & AP

Guðmundur Þórarinsson og félagar í New York City tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn um helgina eftir sigur á Portland Timbers í vítakeppni í úrslitaleiknum.

Norðmaðurinn Ronny Deila er þjálfari liðsins eins og frægt er orðið eftir að Guðmundur, sagði frá að sínu mati, ósanngjarni meðferð sem hann fengi frá honum.

Deila setti Gumma Tóta þó inn í byrjunarliðið í úrslitaleiknum eftir að bakvörðurinn hafði komið inn á sem varamaður og lagt upp mark í tveimur leikjum í röð.

Deila var þarna að vinna meistaratitil í þriðja landinu en Strömsgodset varð norskur meistari undir hans stjórn og Celtic skoskur meistari.

Norski þjálfarinn hafði talað digurbarkalega við lærisveina sína fyrir leikinn og lofað að fækka fötum inn á vellinum ef þeir myndu vinna úrslitaleikinn.

Deila stóð líka við stóru orðin eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann endaði „dansinn“ með bikarinn á nærbuxunum.

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×