Fótbolti

Alfons norskur meistari með Bodø/Glimt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt tryggðu sér norska deildarmeistaratitilinn annað árið í röð.
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt tryggðu sér norska deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Silvia Lore/Getty Images

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt tryggðu sér í dag norska deildarmeistaratitilinn með öruggum 0-3 útisigri geg botnliði Mjøndalen í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar.

Alfons og félagar gáfu tóninn snemma, en mörk frá Erik Botheim og Amahl William Pellegrino á fyrstu fjórum mínútum leiksins sáu til þess að staðan var 0-2 þegar flautað var til hálfleiks.

Pellegrino lagði svo þriðja mark liðsins upp fyrir Fredrik Bjorkan á 79. mínútu og þar við sat.

Alfons lék allan leikinn í hægri bakverði fyrir Bodø/Glimt, en þetta er annað árið í röð sem liðið tryggir sér norska deildarmeistaratitilinn. Þetta er jafnframt í annað skipti í sögu félagsins sem liðið verður norskur meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×