Fótbolti

Albert kom inn af bekknum er AZ Alkmaar lagði toppliðið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu sterkan sigur í dag.
Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu sterkan sigur í dag. Laurens Lindhout/Soccrates/Getty Images

Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu sterkan 1-2 útisigur er liðið heimsótti Ajax, topplið hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks, en Evangelos Pavlidis kom AZ Alkmaar yfir á 50. mínútu eftir undirbúning frá Fredrik Midtsjoe.

Sebastian Haller jafnaði metin fyrir Ajax þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka, en varmaðurinn Zakaria Aboukhlal sem hafði komin inn á fyrir Evangelos Pavlidis AZ Alkmaar yfir á ný á 83. mínútu.

Perr Schuurs hélt að hann hefði jafnað metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, en eftir skoðun myndbandsdómara kom í ljós að hann var rangstæður.

Albert kom inn af varamannabekknum á 87. mínútu, en AZ Alkmaar er nú í áttunda sæti hollensku deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki, tíu stigum á eftir Ajax sem tróna enn á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×