„Óhugsandi harmleikur“ Árni Sæberg skrifar 12. desember 2021 07:56 Joe Biden finnur til með íbúum Kentucky og fleiri ríkja. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. Óttast er að minnst áttatíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að aðstoða ríki sem hafa verið grátt leikin. „Ég legg áherslu á það sem ég sagði öllum ríkisstjórunum, alríkisstjórnin mun gera allt, allt sem hún mögulega getur til að aðstoða,“ segir hann. Þá segir hann að Þjóðvarðalið Bandaríkjanna verði sent til þeirra ríkja sem á því þurfa að halda. Hann geti þó ekki lagt sjálfur af stað alveg strax. „Þegar forseti ferðast, ferðast hans með ansi stóru starfsliði, ansi mörgum farartækjum - við gætum þvælst fyrir, því miður,“ segir hann. Hann sé því að skipuleggja heimsókn ásamt ríkisstjóra Kentucky svo hún gera eitthvert gagn. Forsetinn tjáði sig um hamfarirnar á Twitter í gær, hann segir meðal annars að missir ástvina í fárviðri sé harmleikur sem hann geti ekki ímyndað sér. This morning, I was briefed on the devastating tornadoes across the central U.S. To lose a loved one in a storm like this is an unimaginable tragedy. We re working with Governors to ensure they have what they need as the search for survivors and damage assessments continue.— President Biden (@POTUS) December 11, 2021 Bandaríkin Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Óttast er að minnst áttatíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að aðstoða ríki sem hafa verið grátt leikin. „Ég legg áherslu á það sem ég sagði öllum ríkisstjórunum, alríkisstjórnin mun gera allt, allt sem hún mögulega getur til að aðstoða,“ segir hann. Þá segir hann að Þjóðvarðalið Bandaríkjanna verði sent til þeirra ríkja sem á því þurfa að halda. Hann geti þó ekki lagt sjálfur af stað alveg strax. „Þegar forseti ferðast, ferðast hans með ansi stóru starfsliði, ansi mörgum farartækjum - við gætum þvælst fyrir, því miður,“ segir hann. Hann sé því að skipuleggja heimsókn ásamt ríkisstjóra Kentucky svo hún gera eitthvert gagn. Forsetinn tjáði sig um hamfarirnar á Twitter í gær, hann segir meðal annars að missir ástvina í fárviðri sé harmleikur sem hann geti ekki ímyndað sér. This morning, I was briefed on the devastating tornadoes across the central U.S. To lose a loved one in a storm like this is an unimaginable tragedy. We re working with Governors to ensure they have what they need as the search for survivors and damage assessments continue.— President Biden (@POTUS) December 11, 2021
Bandaríkin Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira