Fótbolti

Bayern á toppinn í D-riðli eftir stórsigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern í kvöld.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern í kvöld. Getty/Matthias Balk

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Bayern München vann 1-5 stórsigur gegn Häcken í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum fyrir Bayern, en Diljá Ýr Zomers var ónotaður varmaður hjá Häcken.

Það voru heimakonur í Häcken sem komust yfir þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en tvö mörk með stuttu millibili sáu til þess að það voru gestirnir sem leiddu þegar gengið var til búningsherbergja.

Bayern hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn og vvann að lokum öruggan 1-5 sigur. Liðið er í það minnsta tímabundið á toppi riðilsins eftir sigurinn með tíu stig eftir fimm leiki, einu stigi meira en Lyon sem leikur gegn Benfica í kvöld.

Häcken situr hins vegar sem fastast á botninum með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×