Villareal síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum

Etienne Capoue skoraði annað mark Villareal í kvöld.
Etienne Capoue skoraði annað mark Villareal í kvöld. Emilio Andreoli/Getty Images

Villareal varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-3 útisigri gegn Atalanta.

Gestirnir byrjuðu með látum og komust yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Arnaut Danjuma. Etienne Capoue tvöfaldaði svo forystu gestanna stuttu fyrir hálfleik og staðan því 0-2 þegar gengið var til búningsherbergja.

Arnaut Danjuma var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann kom gestunum í 0-3 og því orðið ljóst að heimamenn þurftu að skora fjögur til að tryggja sér annað sæti riðilsins.

Ruslan Malinovsky og Duvan Zapata skoruðu sitt markið hvor fyrir heimamenn á seinustu tuttugu mínútum leiksins, en það dugði ekki til og 2-3 sigur Villareal því staðreynd.

Villareal tryggði sér þar með annað sæti riðilsins og sæti í 16-liða úrslitum, en Atalanta er á leið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.