Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2021 19:00 Hildur Björnsdóttir stefnir á efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. „Mig langar að verða borgarstjóri í Reykjavík og það þýðir að ég ætla að bjóða mig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum,“ tilkynnti Hildur í Íslandi í dag á Stöð 2 núna rétt í þessu. Þar með er ljóst að hún muni taka slaginn við Eyþór Arnalds sem hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Eyþór hefur gefið út að hann gefi kost á sér til endurkjörs „að öðru óbreyttu,” líkt og hann orðaði það í Silfri Ríkisútvarpsins á dögunum. Innherji greindi frá því í nóvember að Hildur væri ofarlega á blaði Sjálfstæðismanna til þess að skora Eyþór á hólm. Þar kom fram að Eyþór og Hildur hafi ólíka sýn á borgarmálin, Eyþór sé talinn tilheyra hinum íhaldssama armi flokksins og Hildur hinum frjálslynda armi. Hildur skipaði annað sæti á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, en stefnir nú á það fyrsta í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem stefnt er að því að halda í lok febrúar á næsta ári. „Auðvitað hefur þetta blundað í manni um nokkurn tíma. Ég er búinn að vera í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Var í öðru sæti á listanum okkar síðast og ég hef brennandi áhuga á borgarmálunum,“ sagði Hildur í viðtali við Sindra Sindrason. Segir meirihlutann hafa ýtt borgarbúum saman í menningarstríð sín á milli Nefnir hún samgöngumál og leikskólamál sem sín helstu baráttumál. „Árið 2019 þá áætluðu Samtök iðnaðarins að fólk í höfuðborginni væri að eyða níu milljón klukkustundum á hverju einasta ári í umferðartafir. Það er auðvitað gríðarleg sóun sem verður, fjárhagsleg sóun, og sóun á lífsgæðum hjá fólkinu í borginu að sitja fast á hverjum einasta degi,“ sagði Hildur. Það stefnir í baráttu á milli Eyþórs og Hildar í prófkjöri Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Segir hún að fjölbreyttar lausnir þurfi til að leysa þennan vanda þannig að allir geti fundið sinn farveg í umferðinni. „Ég held að það sé engin ein lausn við honum. Við þurfum að leysa hann með fjölbreyttum lausnum. Til að mynda gæti ég nefnt Sundabraut sem ég vil sjá í einkaframkvæmd. Við þurfum betri ljósastýringar, við þurfum hágæða almenningssamgöngur. Við þurfum fleiri hjólastíga af því að fólkið í borginni okkar, það er ekki allt eins. Það vill ekki allt sömu hlutina,“ sagði Hildur. Sakar hún meirihlutann í borgarstjórn um að hafa ýtt undir menningarstríð á milli íbúa borgarinnar. Daglegt brauð margra höfuðborgarbúa.Vísir/Vilhelm „Það sem mér hefur kannski þótt meirihlutinn í borginni hafa gert á síðustu árum er að ýta undir það sem ég vil kalla menningarstríð í borginni. Ýta undir það að fólk í ólíkum borgarhlutum sé að agnúast út í hvort annað hvernig það velur að lifa sínu lífi. Ég hef aldrei skilið þessa pólitík því að ég trúi að við eigum að skapa hér frjálst og réttlátt samfélag þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á sínum eigin forsendum og skapað sitt eigið líf og eigið lífstíl.“ Leikskólamálin algjört forgangsatriði Varðandi leikskólamálin segir hún að það sé algjört forgangsmál í hennar huga. Hildur hefur áður bent á að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla í Reykjavík hafi verið 29 mánuðir. Leysa þurfi þennan vanda. „Þetta er algjört forgangsmál í mínum huga. Þetta er auðvitað risastórt jafnréttismál, þetta er eitt stærsta málið sem fjölskyldur glíma við og ég heyri líka ömmur og afa sem eru að pirra sig á þessum málum vegna þess að þau sitja auðvitað uppi með að passa börnin,“ sagði Hildur. Leikskólamál eru forgangsatriði í huga Hildar.Vísir/Vilhelm. Segir hún að vandamálið snúist um það að núverandi meirihluti sé ekki með málefni leikskóla ofarlega á lista yfir forgangsatriði. „Ég held að þetta sé bara ekki eitt af stóru forgangsmálunum hjá borgarmeirihlutanum í dag. Hvenær hefurðu séð borgarstjóra núverandi í viðtali fjalla um menntun barna, grunnskóla eða leikskóla eða velferðarkerfið eða þjónustuna við fólk. Það er einfaldlega ekki áhugi fyrir þessu.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. 30. nóvember 2021 15:09 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Mig langar að verða borgarstjóri í Reykjavík og það þýðir að ég ætla að bjóða mig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum,“ tilkynnti Hildur í Íslandi í dag á Stöð 2 núna rétt í þessu. Þar með er ljóst að hún muni taka slaginn við Eyþór Arnalds sem hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Eyþór hefur gefið út að hann gefi kost á sér til endurkjörs „að öðru óbreyttu,” líkt og hann orðaði það í Silfri Ríkisútvarpsins á dögunum. Innherji greindi frá því í nóvember að Hildur væri ofarlega á blaði Sjálfstæðismanna til þess að skora Eyþór á hólm. Þar kom fram að Eyþór og Hildur hafi ólíka sýn á borgarmálin, Eyþór sé talinn tilheyra hinum íhaldssama armi flokksins og Hildur hinum frjálslynda armi. Hildur skipaði annað sæti á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, en stefnir nú á það fyrsta í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem stefnt er að því að halda í lok febrúar á næsta ári. „Auðvitað hefur þetta blundað í manni um nokkurn tíma. Ég er búinn að vera í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Var í öðru sæti á listanum okkar síðast og ég hef brennandi áhuga á borgarmálunum,“ sagði Hildur í viðtali við Sindra Sindrason. Segir meirihlutann hafa ýtt borgarbúum saman í menningarstríð sín á milli Nefnir hún samgöngumál og leikskólamál sem sín helstu baráttumál. „Árið 2019 þá áætluðu Samtök iðnaðarins að fólk í höfuðborginni væri að eyða níu milljón klukkustundum á hverju einasta ári í umferðartafir. Það er auðvitað gríðarleg sóun sem verður, fjárhagsleg sóun, og sóun á lífsgæðum hjá fólkinu í borginu að sitja fast á hverjum einasta degi,“ sagði Hildur. Það stefnir í baráttu á milli Eyþórs og Hildar í prófkjöri Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Segir hún að fjölbreyttar lausnir þurfi til að leysa þennan vanda þannig að allir geti fundið sinn farveg í umferðinni. „Ég held að það sé engin ein lausn við honum. Við þurfum að leysa hann með fjölbreyttum lausnum. Til að mynda gæti ég nefnt Sundabraut sem ég vil sjá í einkaframkvæmd. Við þurfum betri ljósastýringar, við þurfum hágæða almenningssamgöngur. Við þurfum fleiri hjólastíga af því að fólkið í borginni okkar, það er ekki allt eins. Það vill ekki allt sömu hlutina,“ sagði Hildur. Sakar hún meirihlutann í borgarstjórn um að hafa ýtt undir menningarstríð á milli íbúa borgarinnar. Daglegt brauð margra höfuðborgarbúa.Vísir/Vilhelm „Það sem mér hefur kannski þótt meirihlutinn í borginni hafa gert á síðustu árum er að ýta undir það sem ég vil kalla menningarstríð í borginni. Ýta undir það að fólk í ólíkum borgarhlutum sé að agnúast út í hvort annað hvernig það velur að lifa sínu lífi. Ég hef aldrei skilið þessa pólitík því að ég trúi að við eigum að skapa hér frjálst og réttlátt samfélag þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á sínum eigin forsendum og skapað sitt eigið líf og eigið lífstíl.“ Leikskólamálin algjört forgangsatriði Varðandi leikskólamálin segir hún að það sé algjört forgangsmál í hennar huga. Hildur hefur áður bent á að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla í Reykjavík hafi verið 29 mánuðir. Leysa þurfi þennan vanda. „Þetta er algjört forgangsmál í mínum huga. Þetta er auðvitað risastórt jafnréttismál, þetta er eitt stærsta málið sem fjölskyldur glíma við og ég heyri líka ömmur og afa sem eru að pirra sig á þessum málum vegna þess að þau sitja auðvitað uppi með að passa börnin,“ sagði Hildur. Leikskólamál eru forgangsatriði í huga Hildar.Vísir/Vilhelm. Segir hún að vandamálið snúist um það að núverandi meirihluti sé ekki með málefni leikskóla ofarlega á lista yfir forgangsatriði. „Ég held að þetta sé bara ekki eitt af stóru forgangsmálunum hjá borgarmeirihlutanum í dag. Hvenær hefurðu séð borgarstjóra núverandi í viðtali fjalla um menntun barna, grunnskóla eða leikskóla eða velferðarkerfið eða þjónustuna við fólk. Það er einfaldlega ekki áhugi fyrir þessu.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. 30. nóvember 2021 15:09 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. 30. nóvember 2021 15:09
Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00
Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00