Þjóðin beri aldrei aftur skaða af falli viðskiptabanka Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2021 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fóru yfir stöðu fjármála þjóðarinnar á fundi með fjölmiðlum í dag. Stöð 2/Sigurjón Seðlabankinn hefur sett reglur sem eiga að tryggja enn frekar að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka. Þeir eigi að fjármagna sig með innlánum og forðast áhættusækni í eigin lántökum. Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40
Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37