Fótbolti

Kolbeinn yfirgefur Gautaborg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Gautaborg. Hann fær ekki nýjan samning við félagið eftir að núverandi samningur rennur út í lok árs.
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Gautaborg. Hann fær ekki nýjan samning við félagið eftir að núverandi samningur rennur út í lok árs. fotbollskanalen.se

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson verður ekki áfram í röðum sænska félagsins IFK Gautaborg eftir að samningur hans við félagið rennur út í lok árs.

Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins, en þar kemur fram að þessi 31 árs framherji muni halda á önnur mið þegar nýja árið gengur í garð.

Kolbeinn gekk í raðir Gautaborgar í janúar á þessu ári, og skrifaði þá undir eins árs samning sem gildir til 31. desember.

Í tilkynningu félagsins er tekið fram að Kolbeinn hafi verið einn besti leikmaður liðsins í upphafi tímabils, og líkt og öðrum leikmönnum sem yfirgefa Gautaborg sé honum óskað velfarnaðar.

Kolbeinn spilaði 21 leik með Gautaborg og skoraði í þeim fimm mörk.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.