Kænn sem refur þegar hann skoraði og meiddist Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 11:30 Iago Aspas skoraði fyrir Celta Vigo en meiddist um leið og varð að fara af velli. Getty/Octavio Passos Iago Aspas, fyrrverandi leikmaður Liverpool, náði sér viljandi í gult spjald í leik með Celta Vigo gegn Valencia í spænsku 1. deildinni í fótbolta á sunnudag. Aspas var fljótur að hugsa eftir að hafa meiðst þegar hann skoraði fyrir Celta á 11. mínútu. Hann klæddi sig strax úr treyjunni, vitandi það að hann fengi gult spjald eins og alltaf þegar leikmenn afklæðast eftir að hafa skorað mark. Þar sem þetta var fimmta áminning Aspas á leiktíðinni fékk hann eins leiks bann. Bannið getur þessi 34 ára leikmaður því tekið út á meðan að hann jafnar sig af meiðslum sínum. Iago Aspas was a yellow card away from a one match suspension. After injuring himself while scoring, he appeared to take off his shirt so he could serve his punishment while recovering pic.twitter.com/ONKvGkuFvJ— ESPN FC (@ESPNFC) December 6, 2021 Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að Aspas verði refsað fyrir tiltækið með sekt eða lengra banni. UEFA úrskurðaði til að mynda Sergio Ramos, þáverandi leikmann Real Madrid, í lengra bann eftir að hann náði sér vísvitandi í áminningu í leik gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu árið 2019. Aspas kom Celta yfir í leiknum en Valencia vann 2-1. Celta er því í 14. sæti deildarinnar með 16 stig en Valencia í 8. sæti með 22 stig. Aspas hefur leikið nær allan sinn feril með Celta Vigo en hann lék þó eina leiktíð með Liverpool veturinn 2013-2014, en var langt frá því að slá í gegn þar. Hann hefur skorað að minnsta kosti 14 deildarmörk á hverri einustu leiktíð með Celta Vigo frá árinu 2015 og er kominn með sjö mörk í 16 deildarleikjum í vetur. Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Aspas var fljótur að hugsa eftir að hafa meiðst þegar hann skoraði fyrir Celta á 11. mínútu. Hann klæddi sig strax úr treyjunni, vitandi það að hann fengi gult spjald eins og alltaf þegar leikmenn afklæðast eftir að hafa skorað mark. Þar sem þetta var fimmta áminning Aspas á leiktíðinni fékk hann eins leiks bann. Bannið getur þessi 34 ára leikmaður því tekið út á meðan að hann jafnar sig af meiðslum sínum. Iago Aspas was a yellow card away from a one match suspension. After injuring himself while scoring, he appeared to take off his shirt so he could serve his punishment while recovering pic.twitter.com/ONKvGkuFvJ— ESPN FC (@ESPNFC) December 6, 2021 Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að Aspas verði refsað fyrir tiltækið með sekt eða lengra banni. UEFA úrskurðaði til að mynda Sergio Ramos, þáverandi leikmann Real Madrid, í lengra bann eftir að hann náði sér vísvitandi í áminningu í leik gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu árið 2019. Aspas kom Celta yfir í leiknum en Valencia vann 2-1. Celta er því í 14. sæti deildarinnar með 16 stig en Valencia í 8. sæti með 22 stig. Aspas hefur leikið nær allan sinn feril með Celta Vigo en hann lék þó eina leiktíð með Liverpool veturinn 2013-2014, en var langt frá því að slá í gegn þar. Hann hefur skorað að minnsta kosti 14 deildarmörk á hverri einustu leiktíð með Celta Vigo frá árinu 2015 og er kominn með sjö mörk í 16 deildarleikjum í vetur.
Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira