Fyrrverandi leikmaður Pepsi deildarinnar í fótbolta eftirlýstur í 194 löndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 08:31 Babacar Sarr í leik með Molde í Evrópudeild UEFA haustið 2018. EPA-EFE/MALTON DIBRA Alþjóðalögreglan, Interpol, leitar enn að senegalska knattspyrnumanninum Babacar Sarr sem spilaði hér á landi fyrir tæpum áratug síðan. Hans hefur nú verið leitað í tvö ár og það er eins og jörðin hafi gleypt hann. Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet. Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjá meira
Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet.
Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjá meira