Fótbolti

Al­fons og fé­lagar stigi frá titlinum | Viðar Ari á­fram á skotskónum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons og félagar stefna hraðbyr á norska meistaratitilinn annað árið í röð.
Alfons og félagar stefna hraðbyr á norska meistaratitilinn annað árið í röð. nordiskfootball

Bodø/Glimt er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn annan Noregsmeistaratitil í röð. Jafntefli gegn Brann kom ekki að sök í dag þar sem Molde missteig sig. Þá var fjöldinn allur af Íslendingum í eldlínunni.

Næstsíðasta umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag. Noregsmeistarar Bodø/Glimt gerðu 2-2 jafntefli við Brann í dag. Alfons Sampsted lék að venju allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar.

Þar sem Molde gerði 3-3 jafntefli gegn Lilleström dugir Bodø/Glimt í lokaleiknum til að tryggja sér sigur í deildinni annað árið í röð.

Viðar Ari Jónsson kom Sandefjord á bragðið gegn Kristiansund en heimamenn komust 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik en nær komust þeir ekki, lokatölur 3-2.

Viðar Ari lék allan leikinn á meðan Brynjólfur Darri Willumsson kom inn af bekknum hjá Kristiansund á 66. mínútu.

Samúel Kári Friðjónsson kom af bekknum hjá Viking og skoraði þriðja mark liðsins í 3-1 sigri á Odd. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki liðsins. Viking er öruggt í 3. sæti deildarinnar og tekur þátt í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð.

Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Adam Örn Arnarsson spilaði 64 mínútu í 1-0 útisigri Tromsö á Sarpsborg 08.

Þá lék Hólmar Örn Eyjólfsson allan leikinn er Rosenborg vann Stabæk 3-1 á útivelli og Valdimar Þór Ingimundarsson kom inn af bekknum síðasta stundarfjórðunginn er Strømsgodset og Haugesund gerðu markalaust jafntefli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.