Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2021 18:30 Yfir 20 börn voru í leikskólanum sem Einar og Beverly ráku í Garðabæ árið 2007. Nú kemur fram að foreldrar að minnsta kosti eins barns kvörtuðu margítrekað til Garðabæjar árið 2006 vegna hjónanna. Hjónin voru hins vegar ekki stöðvuð og önnuðust börn í sveitarfélaginu til ársins 2015. Vísir/Ragnar Visage Garðabær fékk ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. Fréttastofa hefur undir höndum frásögn foreldra barns sem var á Montessori -leikskóla í Garðabæ hjá hjónunum Einari Gíslasyni og Beverly árið 2006. Þau vilja ekki láta nafn síns getið til að vernda barnið. Í frásögn þeirra kemur fram að þeim leist vel á leikskólann til að byrja með en svo breyttist dvöl barnsins í martröð. Barnið hafi átt við lítils háttar fötlun að stríða. Hjónin hafi bannað því að fara út væri veður vont, í þau skipti hafi það þurft það að vera eitt inni með Einari meðan önnur börn hafi leikið sér úti. Foreldrarnir sóttu barnið nokkrum sinnum þar sem það lá sofandi með Einari. Þau tóku barnið en Einar vaknaði ekki við það. Barnið byrjaði seint að tala. Fram kemur að Einar og Beverly útilokuðu það frá lestrarstundum á þeirri forsendu. Þá settu þau barnið sem var rúmlega eins árs í aðhald. Starfsmaður sem benti foreldrunum á það hafi svo verið rekinn. Þá settu hjónin nokkrum sinnum eins konar áverkavottorð í hólf barnsins. Einhvers konar áverkavottorð sem Einar virðist hafa skrifað vegna barns sem var á leikskóla hjá honum og Beverly.Vísir/Ragnar Visage Fréttastofa hefur áverkavottorðin sem eru óhefðbundin. Í öðru þeirra kemur fram að barnið hafi dottið á malbiki og rispað fingur. Einar hafi haldið á því og í hinu vottorðinu kemur fram að barnið hafi dottið á hnakkann á gólfdúk. Fylgst hafi verið með barninu. Foreldrar barnsins segjast hafa ákveðið að hætta að senda barnið til þeirra eftir að það stífnaði upp og varð ofsahrætt þegar Beverly nálgaðist það sem en var sama dag og barnið hafði fengið áverkavottorð með sér heim. Foreldrar barnsins segjast hafa margítrekað á þessum tíma gert athugasemdir við störf hjónanna hjá Garðabæ. Kvartanirnar hafi ekki borið árangur Segist ítrekað hafa reynt að láta vita af hjónunum Ragnar Gunnarsson sem dvaldi hjá þeim hjónum á Hjalteyri sem barn segist hafa verið beittur hræðilegu ofbeldi og pyntingum þar, Hann hafi margítrekað reynt að láta yfirvöld vita af ofbeldi hjónanna. Fyrst á Hjalteyri þar sem hann ásamt stúlku sem dvaldi líka á barnaheimilinu ræddu við prest og kennara sem tók ekki mark á þeim. Ragnar Gunnarsson var hjá hjónunum á Hjalteyri sem barn og segist hafa mátt sæta pyntingum af þeirra hálfu Hann segist margítrekað hafa reynt að láta yfirvöld vita af hjónunum.Vísir/Egill Þá hafi hann sent bréf á Garðabæ og Reykjavíkurborg árið 2005 þar sem hann hafi varað við hjónunum. „Ég sendi bréfin 2005 að það þyrfti að skoða þetta mál. Mér þætti svolítið skrítið að fólk sem hefði orðið uppvíst að svona miklu ofbeldi gegn börnum væri með dagvistun. Það mætti skoða Hjalteyrarmálið. Svo þegar Breiðavíkurmálið sendi ég aftur bréf um Hjalteyrarheimilið það þyrfti að skoða það því hjónin væru með barnaheimili,“ segir Ragnar. Ragnar segir að þegar umfjöllun birtist í DV þar sem tvö fórnarlömb þeirra hjóna stigu fram og lýstu yfir ofbeldinu sem þau beittu á Hjalteyri hafi hann aftur reynt að láta vita. „Þá sendi ég tölvupósta á ráðuneytin. En ég fékk aldrei nein svör neins staðar frá,“ segir Ragnar. Ein tilkynning 2008 Í svari Garðabæjar vegna málsins kemur fram að einu sinni hafi símhringing borist til starfsmanns Garðabæjar vegna Einars og Beverlyar, þar sem viðkomandi aðili sem hringdi inn ræddi um harðræði af hálfu þeirra hjóna á Hjalteyri á árum áður. Það hafi verið í kringum árið 2008. Í framhaldi af því símtali hafi verið lögð áhersla á að það yrði gott eftirlit með starfsemi hjónanna í Garðabæ. Nú standi hins vegar yfir úttekt á störfum hjónanna hjá bænum og þá hvort það hafi borist einhverjar ábendingar um störf þeirra þann tíma sem þau störfuðu í bænum. Barnaheimilið á Hjalteyri Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Hörgársveit Tengdar fréttir Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. 4. desember 2021 14:56 Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00 Vilja heyra frá þeim sem voru hjá Hjalteyrarhjónunum í Garðabæ Garðarbær óskar eftir því að fá að heyra frá foreldrum eða börnum sem voru í leikskóla eða daggæslu hjá Einari og Beverly Gíslason í Garðabæ í þágu úttektar á störfum þeirra í Garðabæ. 1. desember 2021 15:41 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum frásögn foreldra barns sem var á Montessori -leikskóla í Garðabæ hjá hjónunum Einari Gíslasyni og Beverly árið 2006. Þau vilja ekki láta nafn síns getið til að vernda barnið. Í frásögn þeirra kemur fram að þeim leist vel á leikskólann til að byrja með en svo breyttist dvöl barnsins í martröð. Barnið hafi átt við lítils háttar fötlun að stríða. Hjónin hafi bannað því að fara út væri veður vont, í þau skipti hafi það þurft það að vera eitt inni með Einari meðan önnur börn hafi leikið sér úti. Foreldrarnir sóttu barnið nokkrum sinnum þar sem það lá sofandi með Einari. Þau tóku barnið en Einar vaknaði ekki við það. Barnið byrjaði seint að tala. Fram kemur að Einar og Beverly útilokuðu það frá lestrarstundum á þeirri forsendu. Þá settu þau barnið sem var rúmlega eins árs í aðhald. Starfsmaður sem benti foreldrunum á það hafi svo verið rekinn. Þá settu hjónin nokkrum sinnum eins konar áverkavottorð í hólf barnsins. Einhvers konar áverkavottorð sem Einar virðist hafa skrifað vegna barns sem var á leikskóla hjá honum og Beverly.Vísir/Ragnar Visage Fréttastofa hefur áverkavottorðin sem eru óhefðbundin. Í öðru þeirra kemur fram að barnið hafi dottið á malbiki og rispað fingur. Einar hafi haldið á því og í hinu vottorðinu kemur fram að barnið hafi dottið á hnakkann á gólfdúk. Fylgst hafi verið með barninu. Foreldrar barnsins segjast hafa ákveðið að hætta að senda barnið til þeirra eftir að það stífnaði upp og varð ofsahrætt þegar Beverly nálgaðist það sem en var sama dag og barnið hafði fengið áverkavottorð með sér heim. Foreldrar barnsins segjast hafa margítrekað á þessum tíma gert athugasemdir við störf hjónanna hjá Garðabæ. Kvartanirnar hafi ekki borið árangur Segist ítrekað hafa reynt að láta vita af hjónunum Ragnar Gunnarsson sem dvaldi hjá þeim hjónum á Hjalteyri sem barn segist hafa verið beittur hræðilegu ofbeldi og pyntingum þar, Hann hafi margítrekað reynt að láta yfirvöld vita af ofbeldi hjónanna. Fyrst á Hjalteyri þar sem hann ásamt stúlku sem dvaldi líka á barnaheimilinu ræddu við prest og kennara sem tók ekki mark á þeim. Ragnar Gunnarsson var hjá hjónunum á Hjalteyri sem barn og segist hafa mátt sæta pyntingum af þeirra hálfu Hann segist margítrekað hafa reynt að láta yfirvöld vita af hjónunum.Vísir/Egill Þá hafi hann sent bréf á Garðabæ og Reykjavíkurborg árið 2005 þar sem hann hafi varað við hjónunum. „Ég sendi bréfin 2005 að það þyrfti að skoða þetta mál. Mér þætti svolítið skrítið að fólk sem hefði orðið uppvíst að svona miklu ofbeldi gegn börnum væri með dagvistun. Það mætti skoða Hjalteyrarmálið. Svo þegar Breiðavíkurmálið sendi ég aftur bréf um Hjalteyrarheimilið það þyrfti að skoða það því hjónin væru með barnaheimili,“ segir Ragnar. Ragnar segir að þegar umfjöllun birtist í DV þar sem tvö fórnarlömb þeirra hjóna stigu fram og lýstu yfir ofbeldinu sem þau beittu á Hjalteyri hafi hann aftur reynt að láta vita. „Þá sendi ég tölvupósta á ráðuneytin. En ég fékk aldrei nein svör neins staðar frá,“ segir Ragnar. Ein tilkynning 2008 Í svari Garðabæjar vegna málsins kemur fram að einu sinni hafi símhringing borist til starfsmanns Garðabæjar vegna Einars og Beverlyar, þar sem viðkomandi aðili sem hringdi inn ræddi um harðræði af hálfu þeirra hjóna á Hjalteyri á árum áður. Það hafi verið í kringum árið 2008. Í framhaldi af því símtali hafi verið lögð áhersla á að það yrði gott eftirlit með starfsemi hjónanna í Garðabæ. Nú standi hins vegar yfir úttekt á störfum hjónanna hjá bænum og þá hvort það hafi borist einhverjar ábendingar um störf þeirra þann tíma sem þau störfuðu í bænum.
Barnaheimilið á Hjalteyri Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Hörgársveit Tengdar fréttir Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. 4. desember 2021 14:56 Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00 Vilja heyra frá þeim sem voru hjá Hjalteyrarhjónunum í Garðabæ Garðarbær óskar eftir því að fá að heyra frá foreldrum eða börnum sem voru í leikskóla eða daggæslu hjá Einari og Beverly Gíslason í Garðabæ í þágu úttektar á störfum þeirra í Garðabæ. 1. desember 2021 15:41 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. 4. desember 2021 14:56
Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00
Vilja heyra frá þeim sem voru hjá Hjalteyrarhjónunum í Garðabæ Garðarbær óskar eftir því að fá að heyra frá foreldrum eða börnum sem voru í leikskóla eða daggæslu hjá Einari og Beverly Gíslason í Garðabæ í þágu úttektar á störfum þeirra í Garðabæ. 1. desember 2021 15:41
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels