Fótbolti

Wijnaldum bjargaði stigi fyrir PSG

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Wijnaldum tryggði PSG eitt stig í blálokin gegn Lens í kvöld.
Wijnaldum tryggði PSG eitt stig í blálokin gegn Lens í kvöld. Aurelien Meunier/Getty Images

Georginio Wijnaldum var hetja Paris Saint-Germain er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki í uppbótartíma gegn Lens í frönsku úrvalsdeidlinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1, en þetta var annað jafntefli Parísarliðsins í röð í deildinni.

Enn var markalaust að loknum fyrri hálfleik, en það var Seko Fofana sem braut ísinn fyrir heimamenn í Lens eftir rúmlega klukkutíma leik.

Það stefndi því allt í óvæntan sigur heimamanna, en fyrirgjöf Kylian Mbappé fann kollinn á Georginio Wijnaldum á annarri mínútu uppbótartíma og sá síðarnefndi skallaði knöttinn í netið.

Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli, en PSG er enn á toppi deildarinnar með 42 stig eftir 17 leiki, 13 stigum meira en Marseille sem situr í öðru sæti.

Lens situr hins vegar í fimmta sæti með 27 stig, en sigur hefði komið þeim upp að hlið Marseille.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.