Innlent

Eldur í bíl við Austurver

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það tók slökkviliðsfólk stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.
Það tók slökkviliðsfólk stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins. Vísir/Vilhelm

Eldur kom upp í bíl við Austurver í Reykjavík nú í kvöld. Engin slys urðu á fólki.

Þetta staðfestir slökkviliðið í samtali við fréttastofu. Stuttan tíma tók að ráða niðurlögum eldsins en tveir slökkvibílar voru sendir á vettvang.

Að sögn sjónarvottar stýrði lögregla þá umferð í stutta stund, meðan á aðgerðum á vettvangi stóð.

Ekki liggur fyrir hversu miklu tjóni á bílnum eldurinn olli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×