Skýrsla um lætin í kringum úrslitaleik EM: Heppni að engin lést eða slasaðist lífshættulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2021 08:02 Þegar allt lék í lyndi á Wembley. Laurence Griffiths/Getty Images Mikil ölvun og gríðarlegar óspektir áttu sér stað í Lundúnum er England og Ítalía mættust í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar. Í skýrslu um leikinn kemur fram að fólk hefði getað dáið í ólátunum. Eftir að komast í undanúrslit á HM árið 2018 komst England alla leið í úrslitaleik EM í sumar og það á Wembley, heimavelli sínum í Lundúnum. Það var því eðlilega gríðarleg eftirvænting fyrir leiknum en snemma á leikdag var ljóst að stefndi í óefni. „Sem betur fer tapaði England,“ sagði starfsmaður öryggisgæslu Wembley-leikvangsins um leikinn sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni. Starfsmaðurinn telur að gæslan á vellinum hefði aldrei átt möguleika gegn ensku stuðningsfólki er það hefði ruðst inn á völlinn ef England hrósað sigri. A day that should have been a celebration but ended up being a source of national shame .Explained: The #EURO2020 final review What exactly happened on Euro Sunday ? What were the key findings? What must be learned from this? @mjshrimperhttps://t.co/6OymYYIT76— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 4, 2021 The Athletic hefur undir höndum 128 blaðsíðna skýrslu um 11. júlí síðastliðinn, dag sem hefði getað endað mun verr en raun ber vitni. Dagur sem margir Englendingar horfa á sem svartan blett í knattspyrnusögu þjóðarinnar sem og dag sem gæti komið í veg fyrir að England fái að halda HM á næstu árum, eitthvað sem þjóðin hefur ekki gert síðan árið 1966. Ónefndur stuðningsmaður Englands grýtir einhverju upp í loftið.Dave J Hogan/Getty Images Í kjölfar vítaspyrnukeppninnar fylltust samfélagsmiðlar af kynþáttafordómum í garð þeirra þriggja leikmanna enska liðsins sem tókst ekki að skora úr spyrnum sínum. Ringulreiðin, óreiðan og ólætin í Lundúnum vakti sömuleiðis athygli. Minnti þetta fólk á forðum daga er enskar boltabullur stálu fyrirsögnunum stórmót eftir stórmót. „Atburðir sem áttu sér stað á Wembley-leikvanginum þann 11. júlí hefðu getað farið ver. Ég er viss um að við vorum nálægt dauðsföllum og/eða lífshættulegum meiðslum þeirra sem voru meðal áhorfenda,“ segir í byrjun skýrslunnar. Er verið að vitna í þá tugi þúsunda sem mættu fyrir utan Wembley án þess að eiga miða og gerðu sitt besta til að brjótast inn á leikvanginn á ákveðnum tímapunkti. Girðingarnar sáu aldrei til sólar.Getty Images Áfengisneysla var óhófleg, miklar skemmdir urðu á eignum, stuðningsfólk slóst innbyrðis sem og við lögreglu eða öryggisverði. Kynþáttaníð og fordómar heyrðust víða og þá sást fjöldinn allur af fólki taka eiturlyf þó svo að myndavélar væru að taka upp herlegheitin. Talið er að nær engar líkur séu að England og Írlandi fái að halda HM 2030 eftir ömurlegheitin í Lundúnum þann 11. júlí. Ekki eina blysið sem var tendrað þennan daginn.Dave J Hogan/Getty Images Götur Lundúna minntu einna helst á ruslatunnu að leik loknum.Dan Kitwood/Getty Images Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Eftir að komast í undanúrslit á HM árið 2018 komst England alla leið í úrslitaleik EM í sumar og það á Wembley, heimavelli sínum í Lundúnum. Það var því eðlilega gríðarleg eftirvænting fyrir leiknum en snemma á leikdag var ljóst að stefndi í óefni. „Sem betur fer tapaði England,“ sagði starfsmaður öryggisgæslu Wembley-leikvangsins um leikinn sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni. Starfsmaðurinn telur að gæslan á vellinum hefði aldrei átt möguleika gegn ensku stuðningsfólki er það hefði ruðst inn á völlinn ef England hrósað sigri. A day that should have been a celebration but ended up being a source of national shame .Explained: The #EURO2020 final review What exactly happened on Euro Sunday ? What were the key findings? What must be learned from this? @mjshrimperhttps://t.co/6OymYYIT76— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 4, 2021 The Athletic hefur undir höndum 128 blaðsíðna skýrslu um 11. júlí síðastliðinn, dag sem hefði getað endað mun verr en raun ber vitni. Dagur sem margir Englendingar horfa á sem svartan blett í knattspyrnusögu þjóðarinnar sem og dag sem gæti komið í veg fyrir að England fái að halda HM á næstu árum, eitthvað sem þjóðin hefur ekki gert síðan árið 1966. Ónefndur stuðningsmaður Englands grýtir einhverju upp í loftið.Dave J Hogan/Getty Images Í kjölfar vítaspyrnukeppninnar fylltust samfélagsmiðlar af kynþáttafordómum í garð þeirra þriggja leikmanna enska liðsins sem tókst ekki að skora úr spyrnum sínum. Ringulreiðin, óreiðan og ólætin í Lundúnum vakti sömuleiðis athygli. Minnti þetta fólk á forðum daga er enskar boltabullur stálu fyrirsögnunum stórmót eftir stórmót. „Atburðir sem áttu sér stað á Wembley-leikvanginum þann 11. júlí hefðu getað farið ver. Ég er viss um að við vorum nálægt dauðsföllum og/eða lífshættulegum meiðslum þeirra sem voru meðal áhorfenda,“ segir í byrjun skýrslunnar. Er verið að vitna í þá tugi þúsunda sem mættu fyrir utan Wembley án þess að eiga miða og gerðu sitt besta til að brjótast inn á leikvanginn á ákveðnum tímapunkti. Girðingarnar sáu aldrei til sólar.Getty Images Áfengisneysla var óhófleg, miklar skemmdir urðu á eignum, stuðningsfólk slóst innbyrðis sem og við lögreglu eða öryggisverði. Kynþáttaníð og fordómar heyrðust víða og þá sást fjöldinn allur af fólki taka eiturlyf þó svo að myndavélar væru að taka upp herlegheitin. Talið er að nær engar líkur séu að England og Írlandi fái að halda HM 2030 eftir ömurlegheitin í Lundúnum þann 11. júlí. Ekki eina blysið sem var tendrað þennan daginn.Dave J Hogan/Getty Images Götur Lundúna minntu einna helst á ruslatunnu að leik loknum.Dan Kitwood/Getty Images
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira