Fram kemur í dagbókinni, sem var rýr í morgun, að 74 mál hafi verið skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Sex gisti nú í fangageymslum lögreglu.
Þá hafi fimm umferðaróhöpp verið skráð hjá lögreglunni og þrjár líkamsárásir. Fjórir ökumenn hafi þá verið handteknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur.