Foreldrar byssumannsins í Michigan ákærðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 23:46 Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu, viðurkennir að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga séu ákærðir í málum sem þessum. Scott Olson/Getty Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er foreldrunum, James og Jennifer Crumbley, gefið að sök að hafa hundsað viðvörunarmerki í atferli sonar síns í aðdraganda árásarinnar. Yfirvöld í Oakland-sýslu segja leit að foreldrunum nú standa yfir og að handtökuskipun á hendur þeim hafi verið gefin út. Þau eru ákærð í fjórum ákæruliðum hvort. Hafi hundsað augljós hættumerki Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu viðurkennir, að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga í málum sem þessum sæti ákæru. Hins vegar sé ýmislegt sem tengi foreldrana við málið. Þannig segja saksóknarar að Ethan hafi verið með föður sínum þegar sá síðarnefndi keypti byssuna sem Ethan notaði við skotárásina. Byssan var keypt aðeins fjórum dögum fyrir árásina. Í kjölfarið birti Ethan mynd af byssunni á samfélagsmiðlum og greindi frá því að byssan væri hans eign. Þá segja saksóknarar að daginn fyrir árásina hafi kennari komið að Ethan þar sem hann leitaði að skotfærum til þess að kaupa á netinu. Það hafi leitt til fundar með skólastjórnendum. Eftir að hafa verið látin vita af málinu hafi móðir Ethans síðan sent honum eftirfarandi smáskilaboð. „Ég er ekki reið við þig. Þú verður að læra að láta ekki ná þér.“ Það hafi síðan verið á þriðjudagsmorgun, sama dag og árásin varð, sem foreldrar Ethans hafi verið kallaðir í skólann á neyðarfund eftir að kennarar fundu miða eftir son þeirra. Á miðanum hafi verið teikningar af byssum og blóði, ásamt frösum á borð við „Hugsanirnar hætta ekki,“ „hjálp,“ og „blóð úti um allt.“ Í kjölfarið hafi skólastjórnendur lagt til að drengurinn myndi leita sér hjálpar fagaðila. Foreldrarnir þvertóku þó fyrir að taka drenginn úr skólanum þann daginn og spurðu hann ekki hvort hann hefði tekið byssuna með sér í skólann. Þá leituðu þau í töskunni hans að byssunni. Brugðust við of seint Saksóknarar segja að klukkan 13:22 sama dag hafi móðir Ethans sent honum smáskilaboðin: „Ethan, ekki gera það.“ Nokkrum mínútum síðar hafi faðir Ethans hringt á lögregluna þegar hann varð þess áskynja að byssan hans, sem hann hafði keypt ásamt syni sínum nokkrum dögum áður, væri horfin. Yfirvöld segja hins vegar að á þeim tímapunkti hafi Ethan þegar komið út af baðherberginu þar sem hann undirbjó árásina og verið byrjaður að skjóta á samnemendur sína. Saksóknarar telja að með ákæru á hendur foreldrunum sé verið að senda skýr skilaboð til foreldra um þá ábyrgð sem þeir bera, sem og skilaboð um ábyrga umgengni við skotvopn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er foreldrunum, James og Jennifer Crumbley, gefið að sök að hafa hundsað viðvörunarmerki í atferli sonar síns í aðdraganda árásarinnar. Yfirvöld í Oakland-sýslu segja leit að foreldrunum nú standa yfir og að handtökuskipun á hendur þeim hafi verið gefin út. Þau eru ákærð í fjórum ákæruliðum hvort. Hafi hundsað augljós hættumerki Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu viðurkennir, að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga í málum sem þessum sæti ákæru. Hins vegar sé ýmislegt sem tengi foreldrana við málið. Þannig segja saksóknarar að Ethan hafi verið með föður sínum þegar sá síðarnefndi keypti byssuna sem Ethan notaði við skotárásina. Byssan var keypt aðeins fjórum dögum fyrir árásina. Í kjölfarið birti Ethan mynd af byssunni á samfélagsmiðlum og greindi frá því að byssan væri hans eign. Þá segja saksóknarar að daginn fyrir árásina hafi kennari komið að Ethan þar sem hann leitaði að skotfærum til þess að kaupa á netinu. Það hafi leitt til fundar með skólastjórnendum. Eftir að hafa verið látin vita af málinu hafi móðir Ethans síðan sent honum eftirfarandi smáskilaboð. „Ég er ekki reið við þig. Þú verður að læra að láta ekki ná þér.“ Það hafi síðan verið á þriðjudagsmorgun, sama dag og árásin varð, sem foreldrar Ethans hafi verið kallaðir í skólann á neyðarfund eftir að kennarar fundu miða eftir son þeirra. Á miðanum hafi verið teikningar af byssum og blóði, ásamt frösum á borð við „Hugsanirnar hætta ekki,“ „hjálp,“ og „blóð úti um allt.“ Í kjölfarið hafi skólastjórnendur lagt til að drengurinn myndi leita sér hjálpar fagaðila. Foreldrarnir þvertóku þó fyrir að taka drenginn úr skólanum þann daginn og spurðu hann ekki hvort hann hefði tekið byssuna með sér í skólann. Þá leituðu þau í töskunni hans að byssunni. Brugðust við of seint Saksóknarar segja að klukkan 13:22 sama dag hafi móðir Ethans sent honum smáskilaboðin: „Ethan, ekki gera það.“ Nokkrum mínútum síðar hafi faðir Ethans hringt á lögregluna þegar hann varð þess áskynja að byssan hans, sem hann hafði keypt ásamt syni sínum nokkrum dögum áður, væri horfin. Yfirvöld segja hins vegar að á þeim tímapunkti hafi Ethan þegar komið út af baðherberginu þar sem hann undirbjó árásina og verið byrjaður að skjóta á samnemendur sína. Saksóknarar telja að með ákæru á hendur foreldrunum sé verið að senda skýr skilaboð til foreldra um þá ábyrgð sem þeir bera, sem og skilaboð um ábyrga umgengni við skotvopn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira