„Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2021 10:00 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í Búkarest í síðasta mánuði, þar sem Ísland gerði markalaust jafntefli við Rúmeníu. EPA-EFE/Robert Ghement Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. Þegar Arnar tók við landsliðinu í lok síðasta árs, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, hafði Ísland rétt misst af sæti í lokakeppni EM. Hópurinn var enn sterkur og eftir góðan drátt í undankeppni HM var ljóst að færi væri á að komast á HM í Katar 2022. Fljótt fór hins vegar að halla undir fæti. Arnar fékk engan leik til að undirbúa sitt lið fyrir fyrsta leik í undankeppninni, gegn sjálfu þýska landsliðinu í mars, og var þá strax án lykilmanna liðsins síðasta áratug á borð við Gylfa Þór Sigurðsson. Í sömu ferð tapaði liðið gegn Armeníu en vann þó Liechtenstein. Eftir því sem leið á árið höfðu svo lögreglurannsóknir, ásakanir í garð landsliðsmanna um ofbeldi og um leyndarhyggju KSÍ, og frekari forföll gífurleg áhrif á störf Arnars sem einnig hlaut sinn skerf af gagnrýni fyrir tilsvör sín á blaðamannafundum og í fjölmiðlum. Úrslitin innan vallar voru svo sjaldnast nokkuð til að fagna og af 10 leikjum í undankeppni HM komu einu tveir sigrarnir gegn Liechtenstein. „Í þeim aðstæðum sem við höfum lent í þá hefur oft verið flókið að útskýra allt, og erfitt að opna sig alveg um hlutina nákvæmlega eins og maður sér þá. Þetta hefur verið krefjandi að mörgu leyti og mikið gerst, en þetta hefur um leið verið rosalega lærdómsríkt fyrir mig, starfsliðið og leikmennina,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Við fórum frá því að vera með elsta lið í Evrópu í mars, í að vera með yngsta lið í Evrópu í nóvember. Það segir svolítið mikið,“ bætir hann við. Eins og fram kom á Vísi í gær þótti Arnari það sársaukafull ákvörðun að Eiður viki úr starfi sem aðstoðarþjálfari. En hefur hann íhugað að hætta sjálfur? Svarið er nei. „Okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur“ „Þetta er enn draumastarfið mitt, og ég vil það besta fyrir leikmennina mína og landsliðið. En ég tel það mjög líklegt að flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi. Það hefði bara verið eðlilegt held ég fyrir einhvern með minni tengingu við landið. En við Íslendingar gefumst ekkert upp þó á móti blási. Það hefur verið okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur. Við bognum aðeins en réttum okkur aftur við og reynum að vinna vinnuna eins vel og við getum,“ segir Arnar. Segir yfirlýsingu Vöndu segja allt sem segja þarf Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að við leit að arftaka Eiðs myndi Arnar „að sjálfsögðu ráða ferðinni. Vonandi gengur sú leit hratt og örugglega fyrir sig og við finnum réttan aðila í starfið við hlið Arnars til að leiða áframhaldandi uppbyggingu á þessu unga og spennandi landsliði.“ Arnar vísar í þessa yfirlýsingu aðspurður hvort að Vanda hafi rætt við hann og gefið honum skýrt til kynna að hann væri öruggur í starfi: „Vanda sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði held ég allt sem segja þarf. Það væri mjög óeðlilegt ef að yfirmenn myndu ekki ræða við sitt starfsfólk, Vanda og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] eru mínir yfirmenn núna, og að sjálfsögðu eru hlutir ræddir,“ segir Arnar. Svo honum líður eins og hann njóti trausts? „Já. En þetta er fótbolti. Þeir þjálfarar sem ætla að búa til eitthvað plan fyrir sjálfan sig gætu þurft að breyta því mjög fljótt. Þú vinnur bara vinnuna þína af bestu getu.“ HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Þegar Arnar tók við landsliðinu í lok síðasta árs, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, hafði Ísland rétt misst af sæti í lokakeppni EM. Hópurinn var enn sterkur og eftir góðan drátt í undankeppni HM var ljóst að færi væri á að komast á HM í Katar 2022. Fljótt fór hins vegar að halla undir fæti. Arnar fékk engan leik til að undirbúa sitt lið fyrir fyrsta leik í undankeppninni, gegn sjálfu þýska landsliðinu í mars, og var þá strax án lykilmanna liðsins síðasta áratug á borð við Gylfa Þór Sigurðsson. Í sömu ferð tapaði liðið gegn Armeníu en vann þó Liechtenstein. Eftir því sem leið á árið höfðu svo lögreglurannsóknir, ásakanir í garð landsliðsmanna um ofbeldi og um leyndarhyggju KSÍ, og frekari forföll gífurleg áhrif á störf Arnars sem einnig hlaut sinn skerf af gagnrýni fyrir tilsvör sín á blaðamannafundum og í fjölmiðlum. Úrslitin innan vallar voru svo sjaldnast nokkuð til að fagna og af 10 leikjum í undankeppni HM komu einu tveir sigrarnir gegn Liechtenstein. „Í þeim aðstæðum sem við höfum lent í þá hefur oft verið flókið að útskýra allt, og erfitt að opna sig alveg um hlutina nákvæmlega eins og maður sér þá. Þetta hefur verið krefjandi að mörgu leyti og mikið gerst, en þetta hefur um leið verið rosalega lærdómsríkt fyrir mig, starfsliðið og leikmennina,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Við fórum frá því að vera með elsta lið í Evrópu í mars, í að vera með yngsta lið í Evrópu í nóvember. Það segir svolítið mikið,“ bætir hann við. Eins og fram kom á Vísi í gær þótti Arnari það sársaukafull ákvörðun að Eiður viki úr starfi sem aðstoðarþjálfari. En hefur hann íhugað að hætta sjálfur? Svarið er nei. „Okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur“ „Þetta er enn draumastarfið mitt, og ég vil það besta fyrir leikmennina mína og landsliðið. En ég tel það mjög líklegt að flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi. Það hefði bara verið eðlilegt held ég fyrir einhvern með minni tengingu við landið. En við Íslendingar gefumst ekkert upp þó á móti blási. Það hefur verið okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur. Við bognum aðeins en réttum okkur aftur við og reynum að vinna vinnuna eins vel og við getum,“ segir Arnar. Segir yfirlýsingu Vöndu segja allt sem segja þarf Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að við leit að arftaka Eiðs myndi Arnar „að sjálfsögðu ráða ferðinni. Vonandi gengur sú leit hratt og örugglega fyrir sig og við finnum réttan aðila í starfið við hlið Arnars til að leiða áframhaldandi uppbyggingu á þessu unga og spennandi landsliði.“ Arnar vísar í þessa yfirlýsingu aðspurður hvort að Vanda hafi rætt við hann og gefið honum skýrt til kynna að hann væri öruggur í starfi: „Vanda sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði held ég allt sem segja þarf. Það væri mjög óeðlilegt ef að yfirmenn myndu ekki ræða við sitt starfsfólk, Vanda og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] eru mínir yfirmenn núna, og að sjálfsögðu eru hlutir ræddir,“ segir Arnar. Svo honum líður eins og hann njóti trausts? „Já. En þetta er fótbolti. Þeir þjálfarar sem ætla að búa til eitthvað plan fyrir sjálfan sig gætu þurft að breyta því mjög fljótt. Þú vinnur bara vinnuna þína af bestu getu.“
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06