Vinirnir ákváðu að búa saman og sofa í sama rúmi til að missa ekki af neinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón eiga dreng saman og eru bestu vinir. Eins og fram kom í Íslandi í dag í apríl á þessu ári ákváðu vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn að eignast barn saman. Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira