Vinir eignast barn saman og var þeim ráðlagt að reyna sjálf með lítilli sprautu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón hafa aldrei verið neitt annað en vinir en ætla nú að eignast barn saman. Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson tóku þá ákvörðun fyrir tveimur árum að eignast barn saman. Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns. Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns.
Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira