Innlent

Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður

Samúel Karl Ólason skrifar
Setning Alþingis nóvember 2021
Setning Alþingis nóvember 2021

Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.

Horfa má á beina útsendingu frá umræðunum hér að neðan.

Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi, samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis:

  • Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • Samfylkingin
  • Flokkur fólksins
  • Sjálfstæðisflokkur
  • Píratar
  • Framsóknarflokkur
  • Viðreisn
  • Miðflokkurinn

Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræðumaður í fyrstu umferð, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í annarri umferð, og Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þriðju umferð, 

Logi Einarsson, 5. þingmaður Norðausturkjördæmis, er ræðumaður Samfylkingarinnar í fyrstu umferð, Kristrún Frostadóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri umferð, og Oddný Harðardóttir, 8. þingmaður Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.

Inga Sæland, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, heldur ræðu Flokks fólksins í fyrstu umferð, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 3. þingmaður Suðurkjördæmis, í annarri umferð og Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Fyrir Sjálfstæðisflokk tala Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, í annarri umferð Guðrún Hafsteinsdóttir, 1. þingmaður Suðurkjördæmis, og í þriðju umferð Njáll Trausti Friðbertsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis.

Ræðumenn Pírata verða í fyrstu umferð Björn Leví Gunnarsson, 6. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri og í þriðju umferð Andrés Ingi Jónsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Fyrir Framsóknarflokk tala í fyrstu umferð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, í annarri Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, og í þriðju umferð Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Ræðumenn Viðreisnar verða í fyrstu umferð Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, Guðbrandur Einarsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í annarri, og Sigmar Guðmundsson, 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Miðflokkinn verða Bergþór Ólason, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í fyrstu og þriðju umferð og í annarri umferð Anna Kolbrún Árnadóttir, 7. þingmaður Norðausturkjördæmis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.