Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 19:21 Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18
Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24