Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 14:24 Birgir Ármannsson klúðraði úthlutun sæta þingmanna tvisvar. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. Eftir að hafa dregið í sæti fyrir formenn flokkanna, sem ekki hlutu ráðherrastól, og sæti fyrir þingflokksformenn uppgötvaði Birgir að hann væri ekki að draga sætanúmer úr réttum kassa. „Háttvirtir þingmenn eru beðnir afsökunar á því að í þessu flókna hlutaveltufyrirkomulagi hefur forseta orðið á þau mistök að draga kúlur úr röngum kassa,“ sagði Birgir og uppskar hlátur þingmanna. Birgir uppskar hlátrasköll þegar hann klúðraði úthlutuninni.Vísir/Vilhelm „Þannig að það stendur sem áður lá fyrir með formenn stjórnmálaflokka en nú þarf að draga að nýju um sæti formanna þingflokka. Það var eitthvað í þessu sem ekki passaði.“ Og svo byrjaði hann aftur að hluta til sætum til formanna þingflokka. Þegar því var lokið fór hann að draga í sæti fyrir aðra þingmenn, sem var gert í stafrófsröð. Þegar kom að Birni Leví Gunnarssyni, sem fékk úthlutað sæti númer 10, kom í ljós að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni hafði þegar verið úthlutað sætinu. „Forseti biður þingmenn að hinkra andartak á meðan athugað er með bókhaldið,“ sagði Birgir þá og enn fleiri hlógu. „Þar sem hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum þá ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að hægt sé að leiðrétta þennan misskilning.“ Úthlutunin tókst svo í þriðja skiptið og hafa allir þingmenn nú fengið úthlutað þingsæti. Hér að neðan má sjá bút af klúðrinu: Klippa: Klúður í úthlutun sæta á Alþingi Alþingi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Eftir að hafa dregið í sæti fyrir formenn flokkanna, sem ekki hlutu ráðherrastól, og sæti fyrir þingflokksformenn uppgötvaði Birgir að hann væri ekki að draga sætanúmer úr réttum kassa. „Háttvirtir þingmenn eru beðnir afsökunar á því að í þessu flókna hlutaveltufyrirkomulagi hefur forseta orðið á þau mistök að draga kúlur úr röngum kassa,“ sagði Birgir og uppskar hlátur þingmanna. Birgir uppskar hlátrasköll þegar hann klúðraði úthlutuninni.Vísir/Vilhelm „Þannig að það stendur sem áður lá fyrir með formenn stjórnmálaflokka en nú þarf að draga að nýju um sæti formanna þingflokka. Það var eitthvað í þessu sem ekki passaði.“ Og svo byrjaði hann aftur að hluta til sætum til formanna þingflokka. Þegar því var lokið fór hann að draga í sæti fyrir aðra þingmenn, sem var gert í stafrófsröð. Þegar kom að Birni Leví Gunnarssyni, sem fékk úthlutað sæti númer 10, kom í ljós að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni hafði þegar verið úthlutað sætinu. „Forseti biður þingmenn að hinkra andartak á meðan athugað er með bókhaldið,“ sagði Birgir þá og enn fleiri hlógu. „Þar sem hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum þá ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að hægt sé að leiðrétta þennan misskilning.“ Úthlutunin tókst svo í þriðja skiptið og hafa allir þingmenn nú fengið úthlutað þingsæti. Hér að neðan má sjá bút af klúðrinu: Klippa: Klúður í úthlutun sæta á Alþingi
Alþingi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira