Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2021 16:02 Frá Sælukoti sem er staðsettur í Litla-Skerjafirði í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðrinn þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir úttekt á starfsemi skólans enn í gangi. Þúsundir barna sótt skólann í 37 ár Í yfirlýsingu sem lögmaður Sælukots sendi frá sér í dag segjast stjórnendur ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna eða ástæður þess að þeir hafi látið af störfum. Þau segja leikskólann hafa starfað við góðan orðstír frá árinu 1984, eða í 37 ár. „Á þeim tíma hafa þúsundir barna sótt leikskólann. Rétt eins og hjá öðrum leikskólum gegna opinberir aðilar eftirlitshlutverki gagnvart Sælukoti enda er um eftirlitsskylda starfsemi að ræða. Þar má nefna eftirlit af hálfu skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, barnaverndar, heilbrigðiseftirlits o.s.frv. Í úttektum þeirra aðila hafa í gegnum árin komið fram ábendingar um það sem betur mætti fara og hafa stjórnendur Sælukots fylgt þeim ábendingum eftir,“ segir í yfirlýsingunni. „Enginn þeirra aðila sem hafa eftirlit með starfsemi skólans hafa þó gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi leikskólans, aðstöðu eða aðbúnað barna, starfskjör starfsmanna eða annað sem teljast mætti ámælisvert.“ Engar athugasemdir frá barnavernd Þá er vísað til ásakana á hendur starfsmanni fyrir kynferðisbrot. „Stjórn og stjórnendur Sælukots telja mikilvægt að börn njóti vafans þegar greint er frá álitamálum sem kunna að snerta starfsmenn eða starfsemi leikskólans. Á það sérstaklega við þegar fram koma ábendingar eða ásakanir um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Stjórnendur skólans taka slíkum ásökun alvarlega.“ Þegar þær hafi verið bornar á borð hafi umræddur starfsmaður tafarlaust verið sendur í leyfi og haft samband við barnavernd. „Barnavernd Reykjavíkur lauk málinu án frekari athugasemda. Sama mál hefur nú verið kært til lögreglu af hálfu aðstandenda. Stjórnendur leikskólans hafa ekki vitneskju um stöðu þeirrar rannsóknar en tekið skal fram að umræddur starfsmaður starfar ekki lengur á Sælukoti.“ Lilja Margrét Olsen lögmaður gætir hagsmuna Sælukots. Stjórnendur segja mikilvægt að skapa ró í kringum starfsemi skólans og eyða þeirri óvissu sem umfjöllun um starfsemi Sælukots hafi valdið meðal foreldra þeirra barna sem sækja skólann, en þar sé um 70 fjölskyldur að ræða. Komið hefur fram að einstaka foreldrar hafa óskað eftir flutningi barna sinna úr skólanum. „Stjórnendur Sælukots fagna úttekt á starfsemi skólans enda hafa stjórnendur, foreldrar og borgaryfirvöld þá sameiginlegu hagsmuni að skapa börnum umhverfi þar sem áhersla er lögð á velferð, öryggi og menntun barna,“ segir í yfirlýsingunni sem Lilja Margrét Olsen lögmaður sendir. Leikskólinn hefur ráðið hana til að gæta hagsmuna Sælukots. Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Barnavernd Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. 17. nóvember 2021 13:01 Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08 Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðrinn þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir úttekt á starfsemi skólans enn í gangi. Þúsundir barna sótt skólann í 37 ár Í yfirlýsingu sem lögmaður Sælukots sendi frá sér í dag segjast stjórnendur ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna eða ástæður þess að þeir hafi látið af störfum. Þau segja leikskólann hafa starfað við góðan orðstír frá árinu 1984, eða í 37 ár. „Á þeim tíma hafa þúsundir barna sótt leikskólann. Rétt eins og hjá öðrum leikskólum gegna opinberir aðilar eftirlitshlutverki gagnvart Sælukoti enda er um eftirlitsskylda starfsemi að ræða. Þar má nefna eftirlit af hálfu skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, barnaverndar, heilbrigðiseftirlits o.s.frv. Í úttektum þeirra aðila hafa í gegnum árin komið fram ábendingar um það sem betur mætti fara og hafa stjórnendur Sælukots fylgt þeim ábendingum eftir,“ segir í yfirlýsingunni. „Enginn þeirra aðila sem hafa eftirlit með starfsemi skólans hafa þó gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi leikskólans, aðstöðu eða aðbúnað barna, starfskjör starfsmanna eða annað sem teljast mætti ámælisvert.“ Engar athugasemdir frá barnavernd Þá er vísað til ásakana á hendur starfsmanni fyrir kynferðisbrot. „Stjórn og stjórnendur Sælukots telja mikilvægt að börn njóti vafans þegar greint er frá álitamálum sem kunna að snerta starfsmenn eða starfsemi leikskólans. Á það sérstaklega við þegar fram koma ábendingar eða ásakanir um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Stjórnendur skólans taka slíkum ásökun alvarlega.“ Þegar þær hafi verið bornar á borð hafi umræddur starfsmaður tafarlaust verið sendur í leyfi og haft samband við barnavernd. „Barnavernd Reykjavíkur lauk málinu án frekari athugasemda. Sama mál hefur nú verið kært til lögreglu af hálfu aðstandenda. Stjórnendur leikskólans hafa ekki vitneskju um stöðu þeirrar rannsóknar en tekið skal fram að umræddur starfsmaður starfar ekki lengur á Sælukoti.“ Lilja Margrét Olsen lögmaður gætir hagsmuna Sælukots. Stjórnendur segja mikilvægt að skapa ró í kringum starfsemi skólans og eyða þeirri óvissu sem umfjöllun um starfsemi Sælukots hafi valdið meðal foreldra þeirra barna sem sækja skólann, en þar sé um 70 fjölskyldur að ræða. Komið hefur fram að einstaka foreldrar hafa óskað eftir flutningi barna sinna úr skólanum. „Stjórnendur Sælukots fagna úttekt á starfsemi skólans enda hafa stjórnendur, foreldrar og borgaryfirvöld þá sameiginlegu hagsmuni að skapa börnum umhverfi þar sem áhersla er lögð á velferð, öryggi og menntun barna,“ segir í yfirlýsingunni sem Lilja Margrét Olsen lögmaður sendir. Leikskólinn hefur ráðið hana til að gæta hagsmuna Sælukots.
Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Barnavernd Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. 17. nóvember 2021 13:01 Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08 Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. 17. nóvember 2021 13:01
Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08
Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06