Omíkron greinst í tólf löndum EES Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 12:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki standa til að herða aðgerðir á landamærum Íslands eins og er. Vísir/Vilhelm Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. Veiran hefur breiðst hratt út frá því að hún greindist fyrst. Í Evrópu hefur hún nú greinst í Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð að því er fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á covid.is. Auk þessara ríkja var grunur um að tveir einstaklingar væru smitaðir af omíkron í Finnlandi en svo reyndist ekki vera. Þá hefur fólk í Skotlandi greinst smitað af veirunni, en nokkur tilfelli þar hafa greinst meðal einstkalinga sem engin tengsl hafa haft við Afríku, annað en þeir sem greinst hafa á Evrópska Efnahagssvæðinu, sem flestir höfðu verið á ferð í Afríku. Margir hinna smituðu eru fullbólusettir og eru með tiltölulega væg einkenni. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt vegna þessa afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir segir í pistlinum að enn sé margt á huldu um eiginleika omíkron, til dæmis hvort afbrigðið dreifi sér auðveldar en önnur afbrigði, hvort veikindin séu annars konar eða hvork fyrri sýking eða bólusetning verndi gegn smiti eða alvarlegum veikindum sökum omíkron. „Í mörgum löndum Evrópu hefur verið ákveðið að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða á landamærum sem eru breytilegar milli landa. Fólk sem hyggur á ferðalög til útlanda er hvatt til að kynna sér vel takmarkanir á landamærum viðkomandi landa,“ segir í pistli Þórólfs. Hann skrifar að engar breytingar séu fyrirhugaðar á landamærum Íslands eins og staðan er núna en það gæti breyst hratt í ljósi nýrra upplýsinga um omíkron afbrigðið. „Allir sem hingað koma og eru með tengsl innanlands eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku sem fyrst við eða eftir komu og fara í frekari sýnatöku ef sjúkdómseinkenni gera vart við sig á fyrstu viku eftir heimkomu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44 Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29 Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Veiran hefur breiðst hratt út frá því að hún greindist fyrst. Í Evrópu hefur hún nú greinst í Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð að því er fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á covid.is. Auk þessara ríkja var grunur um að tveir einstaklingar væru smitaðir af omíkron í Finnlandi en svo reyndist ekki vera. Þá hefur fólk í Skotlandi greinst smitað af veirunni, en nokkur tilfelli þar hafa greinst meðal einstkalinga sem engin tengsl hafa haft við Afríku, annað en þeir sem greinst hafa á Evrópska Efnahagssvæðinu, sem flestir höfðu verið á ferð í Afríku. Margir hinna smituðu eru fullbólusettir og eru með tiltölulega væg einkenni. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt vegna þessa afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir segir í pistlinum að enn sé margt á huldu um eiginleika omíkron, til dæmis hvort afbrigðið dreifi sér auðveldar en önnur afbrigði, hvort veikindin séu annars konar eða hvork fyrri sýking eða bólusetning verndi gegn smiti eða alvarlegum veikindum sökum omíkron. „Í mörgum löndum Evrópu hefur verið ákveðið að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða á landamærum sem eru breytilegar milli landa. Fólk sem hyggur á ferðalög til útlanda er hvatt til að kynna sér vel takmarkanir á landamærum viðkomandi landa,“ segir í pistli Þórólfs. Hann skrifar að engar breytingar séu fyrirhugaðar á landamærum Íslands eins og staðan er núna en það gæti breyst hratt í ljósi nýrra upplýsinga um omíkron afbrigðið. „Allir sem hingað koma og eru með tengsl innanlands eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku sem fyrst við eða eftir komu og fara í frekari sýnatöku ef sjúkdómseinkenni gera vart við sig á fyrstu viku eftir heimkomu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44 Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29 Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44
Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29
Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05