Innlent

Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Búast má við áhugaverðum umræðum í pallborðinu á Vísi í dag.
Búast má við áhugaverðum umræðum í pallborðinu á Vísi í dag.

Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14.

Íslendingar hafa nú búið við sóttvarnaðgerðir um langt skeið og „sóttþreyta“ farin að segja til sín. Á sama tíma er kórónuveiran enn partur af daglegu lífi fólks um allan heim og flestir sammála um nauðsyn sóttvarnaaðgerða.

En hversu langt eiga þær að ganga?

Handþvottur, fjarlægð milli fólks og mögulega grímuskylda eru meðal óumdeildari aðgerða en hvað með aðgerðir á landamærunum, sóttkví og einangrun? Og hvað þá bólusetningarskyldu og bólusetningarpassa, sem krafist er víða erlendis?

Um þetta er mikið rætt á samfélagsmiðlum og sums staðar hefur ósætti og óánægja brotist út hörðum mótmælaaðgerðum.

Nú vofir nýtt afbrigði yfir; Omíkron, og aftur er uppi óvissa um daglegt líf næstu misseri.

Gestir pallborðsins að þessu sinni eru Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hægt verður að fylgjast með pallborðinu hér fyrir neðan og á Stöð 2 Vísir.

Uppfært: Útsendingu er lokið en upptöku má sjá að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.