Innlent

Gunn­laugur Bragi tekur aftur við for­mennsku Hin­segin daga

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnlaugur Bragi Björnsson.
Gunnlaugur Bragi Björnsson. Hinsegin dagar

Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Þá var ný stjórn kosin.

Gunnlaugur Bragi tekur við embættinu af Ásgeiri Helga Magnússyni sem setið hefur í stjórn Hinsegin daga frá árinu 2018, þar af sem formaður í eitt ár. 

„Önnur sem kjörin voru í stjórn félagsins eru Leifur Örn Gunnarsson, Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir, Ragnar Veigar Guðmundsson, Sandra Ósk Eysteinsdóttir og Sigurður H. Starr Guðjónsson.

Hinn nýkjörni formaður er vel kunnugur starfsemi félagsins en hann sat áður í stjórn Hinsegin daga um sjö ára skeið og var þar af formaður félagsins í tvö ár. Þá hefur hann einnig setið í stjórn Samtakanna ’78 og Hinsegin kórsins. Gunnlaugur Bragi er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, stundaði meistaranám í stjórnun við danska háskólann Roskilde Universitet og starfar sem samskiptastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Ný stjórn Hinsegin daga í Reykjavík.Hinsegin dagar

Haft er eftir Gunnlaugi Braga að það sé sér mikill heiður að fá tækifæri til að taka sæti í stjórn Hinsegin daga á ný eftir tveggja ára hlé meðan hann bjó erlendis við nám og störf. 

„Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fráfarandi formanni, Ásgeiri Helga Magnússyni, og þeim Elísabetu Thoroddsen, Herdísi Eiríksdóttur og Ragnhildi Sverrisdóttur, sem einnig hverfa úr stjórn félagsins, fyrir ómetanlegt framlag í þágu hinsegin fólks á Íslandi,“ er haft eftir Gunnlaugi Braga.

Hinsegin dagar verða haldnir í Reykjavík dagana 2. til 7. ágúst 2022.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×