Fótbolti

Messi veiktist eftir verðlaunahátíðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi mætti með alla fjölskylduna á hófið, eiginkonuna Antonela Roccuzzo og synina Thiago, Matteo og Ciro.
Lionel Messi mætti með alla fjölskylduna á hófið, eiginkonuna Antonela Roccuzzo og synina Thiago, Matteo og Ciro. AP/Christophe Ena

Lionel Messi vann sinn sjöunda Gullhnött á mánudagskvöldið en verðlaunahátíðin fór eitthvað illa í kappann því hann veiktist eftir veisluna.

Messi fékk magakveisu og það er ekki víst að hann geti spilað næsta leik Paris Saint Germain sem er á móti Nice.

Leikurinn er í kvöld en PSG staðfesti veikindin í gær og að hann sé tæpur fyrir leik kvöldsins.

Messi greindist með maga- og garnabólgu sem er almenn magakveisa.

Lionel Messi er ekki sá eini sem er að glíma við slík veikindi því það gerir einnig landi hans hjá PSG, Leandro Paredes.

Það er stutt á milli leikja of ef Messi getur ekki spilað í kvöld þá er næsti deildarleikur liðsins á móti Lens um helgina.

Heimasíða PSG segir frá því að Messi verði skoðaður aftur í morgunsárið og þá kemur endanlega í ljós hvort hann sé leikfær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.