Innlent

Telur hljóð og mynd ekki fara saman

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að meðan ríkisstjórnin boði uppbyggingu í samgöngumálin dragist fjármagn til málaflokksins saman. 
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að meðan ríkisstjórnin boði uppbyggingu í samgöngumálin dragist fjármagn til málaflokksins saman.  Vísir/Vilhelm

Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var meðal þeirra þingmanna sem fékk kynningu á fjárlagafrumvarpinu snemma í morgun. Hann segist ætla að nota næstu daga til að fara betur ofan í það en sjái þegar ýmsar veikar hliðar á frumvarpinu. 

„Maður hefur áhyggjur af heildarútgjaldarammanum sem er býsna þaninn. Þá þyrfti að hafa skýrari greinarmun á viðbót í rekstri og viðbót í fjárfestingu. Það eru meiri lausatök í viðbótum á rekstrinum. Við sjáum t.d. að nýfjárfestingar í samgöngum fara niður um 22% milli ára og 37% sé horft til ársins 2024.  Það kemur á óvart miðað við hvernig hefur verið látið með fyrirhugaða uppbyggingu samgöngukerfisins,“ segir Bergþór. 

„Þegar heildarútgjöldin eru upp á 1.203 milljarða króna þá hlýtur að vera meira svigrúm til að fara betur með skattfé en kemur fram í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir Bergþór að lokum. 


Tengdar fréttir

Hættumerki, vannýtt tækifæri og öryrkjar sitji áfram eftir

Stjórnarandstaðan gagnrýnir að ennþá vanti upp á leiðréttingar fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega í nýju fjárlagafrumvarpi. Þá vanti mikið upp á að framlög til heilbrigðs-og loftslagsmála séu í takt við stjórnarsáttmálann. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.