Fótbolti

Veiran setur strik í reikninginn í riðli Íslands

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tékkneska kvennalandsliðið í fótbolta átti að mæta því hvít-rússneska í dag.
Tékkneska kvennalandsliðið í fótbolta átti að mæta því hvít-rússneska í dag. ANP Sport via Getty Images

Leik Tékklands og Hvíta-Rússlands í C-riðli okkar Íslendinga sem fram átti að fara í Tékklandi í dag hefur verið frestað eftir að upp komu smit í herbúðum Hvít-Rússa.

Enginn leikmanna Hvít-Rússa reyndist smitaður við komu liðsins til Tékklands, en eftir skimun leikmanna í gær greindust þrír leikmenn smitaðir af kórónuveirunni.

Því var sú ákvörðun tekin af heilbrigðisyfirvöldum í Tékklandi að fresta leiknum og setja allt liðið í skimun á nýjan leik. Smituðu leikmenn hópsins eru í einangrun á hóteli og bíða eftir nýjustu niðurstöðum úr skimun hópsins.

Niðurstaða úr skimun dagsins ætti að liggja fyrir í kvöld, og þá verður ákveðið hvort leikurinn verði leikinn á morgun eða frestað til seinni tíma.

Tékkar sitja í þriðja sæti C-riðils okkar Íslendinga með fimm stig, einu stigi meira en Hvít-Rússar sem sitja í fjórða sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.