Innlent

115 greindust innanlands í gær og innan við helmingur í sóttkví

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjöldi smitaðra hefur verið svipaður undanfarna daga.
Fjöldi smitaðra hefur verið svipaður undanfarna daga. Vísir/Vilhelm

115 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fimm á landamærum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Innan við helmingur var í sóttkví við greiningu eða 51 af 115 sem svarar til 44 prósenta.

1.541 eru nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 1.592 í gær. 1.816 eru nú í sóttkví, en voru 1.939 í gær. 190 eru nú í skimunarsóttkví.

Nítján eru inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19 eins og í gær. Þá eru tveir á gjörgæslu vegna Covid-19.

Omikron-afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Fréttin verður uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.