Innlent

Ís­hellan nú lækkað 4,2 metra en ekkert bólar á hlaupi

Atli Ísleifsson skrifar
Lækkun íshellunnar er vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.
Lækkun íshellunnar er vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. Vísir/RAX

Íshellan í Grímsvötnum hefur nú lækkað um 4,2 metra síðan á miðvikudag, en ekkert bólar þó enn á hlaupi í Gígjukvísl.

Þetta segir Böðvar Sveinsson, nátturuvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.

„Það er í raun status quo. Allt við það sama, nema að íshellan hefur nú lækkað 4,2 metra síðan á miðvikudag. Hún hefur lækkað hægt og rólega.“

Lækkun íshellunnar er vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum en engar markverðar breytingar hafa hins vegar mælst í Gígjukvísl – hvort sem litið er til vatnshæðar, rafleiðni eða gass.

Böðvar segir að það geti tekið viku eða jafnvel lengri tíma fyrir hlaupvatnið að ná jökuljaðrinum frá því að merki berast um lækkun íshellunnar.


Tengdar fréttir

Telja nokkra sólarhringa í hlaup

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast ekki við því að fyrr en að hlaup hefjist úr Grímsvötnum í Vatnajökli fyrr en eftir nokkra sólarhringa. Íshellan þar hefur lækkað um 1,4 metra frá því hún stóð hæst og bendir það til að vatns sé byrjað að renna undir jöklinum og leiti sér að farvegi.

Eldgos í Grímsvötnum „jóker í stöðunni“

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið stöðugt undanfarna daga og hefur hraðinn á siginu aukist töluvert. Vatn er nú byrjað að fara út úr Grímsvötnum en hefur ekki enn náð jökul jaðrinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir líklegt að merki um slíkt fari að sjást á mælum á næstu klukkustundum eða sólarhring.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.