Fótbolti

Ísak og Hákon spiluðu í mikilvægum sigri FCK

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísak Bergmann í leik með FCK.
Ísak Bergmann í leik með FCK. Lars RonbogGetty Images

Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson hófu leik á varamannabekk FCK þegar liðið heimsótti AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Tvö stig skildu liðin að í 2. og 4.sæti deildarinnar þegar kom að leiknum í kvöld. Fyrri hálfleikur var afar fjörugur og staðan í leikhléi 1-3 fyrir FCK.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik en Hákon Arnar kom inn sem fyrsta skipting FCK á 72.mínútu og skömmu síðar, eða á 80.mínútu var Ísaki skipt inná.

FCK stigi á eftir toppliði Midtjylland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.