Innlent

Ný ríkisstjórn kynnt á Kjarvalsstöðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifa undir ríkisstjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum.
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifa undir ríkisstjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Vísir/Vilhelm

Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.

Fylgjast má með nýjustu vendingum í Vaktinni hér fyrir neðan en þingflokkar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs funda nú í hádeginu þar sem ráðherraskipan verður kynnt.

Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs halda fréttamannafund á Kjarvalsstöðum klukkan eitt í dag þar sem nýr stjórnarsáttmáli verður kynntur og undirritaður.

Fyrst verður bein útsending frá fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar á Kjarvalsstöðum en hún hefst klukkan eitt. Þegar nær dregur verður hægt að horfa á beina útsendingu frá fundinum hér og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Dagskráin á Bessastöðum hefst svo klukkan þrjú þar sem fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur fær lausn og annað ráðuneyti hennar tekur við á nýjum ríkisráðsfundi strax þar á eftir.

Það er að segja að ríkisráð síðustu ríkisstjórnar fundar klukkan þrjú og klukkan fjögur hefst fundur ríkisráðs nýrrar ríkisstjórnar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.