Fótbolti

Tveir markmenn í byrjunarliðinu og leikurinn flautaður af

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Belenses voru að öllum líkindum frekar ósáttir við að þurfa að spila gegn Benfica í gær.
Leikmenn Belenses voru að öllum líkindum frekar ósáttir við að þurfa að spila gegn Benfica í gær. Valter Gouveia/NurPhoto via Getty Images

Leikur Belenenses og Benfica í portúgölsku deildinni í fótbolta var í gær flautaður af eftir að Belenenses var aðeins með sex leikmenn eftir á vellinum snemma í seinni hálfleik.

Heimamenn í Belenenses byrjuðu leikinn með aðeins níu leikmenn á vellinum eftir að kórónuveiruhópsmit greindist í hópnum. Alls voru 17 leikmenn sem ekki gátu tekið þátt vegna smitsins.

Meðal þessara níu leikmanna sem byrjuðu leikinn voru tveir markmenn, en einn þeirra neyddist til að spila sem útileikmaður.

Eins og gefur að skilja gekk illa hjá Belenenses að spila leikinn, en í hálfleik var staðan orðin 7-0, Benfica í vil.

Meiðsli settu svo enn freakari strik í reikninginn og snemma í seinni hálfleik voru aðeins sex leikmenn Belenenses eftir á vellinum. Samkvæmt knattspyrnulögunum þurfti dómarinn að flauta leikinn af, sem og hann gerði.

„Dökkur kafli í portúgölskum fótbolta“

Rui Costa, fyrrverandi leikmaður Benfica og núverandi forseti félagsins, segir að lið hans hafi verið neytt til að spila leikinn. Liðin hefðu getað frestað leiknum, en deildin hafi komið í veg fyrir það.

„Ég sé eftir því sem gerðist í dag. Þetta er dökkur kafli í portúgölskum fótbolta og fyrir landið allt,“ sagði Costa eftir þennan stutta leik.

Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og portúgalska landsliðsins, furðaði sig einnig á ákvörðun deildarinnar að leikurinn skyldi fara fram.

„Hvað er í gangi? Er ég sá eini sem skilur ekki af hverju þessum leik var ekki frestað?“ skrifaði miðjumaðurinn á Twitter-síðu sinni?
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.