Enski boltinn

Segir Jota hafa verið hin fullkomnu kaup fyrir Liverpool

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Diogo Jota hefur komið virkilega vel inn í Liverpool-liðið.
Diogo Jota hefur komið virkilega vel inn í Liverpool-liðið. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Diogo Jota hafa verið hin fullkomnu kaup fyrir félagið eftir að Portúgalinn skoraði tvö mörk í öruggum 4-0 sigri liðsins gegn Sothampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Liverpool hefur verið duglegt við að skora mörk á tímabilinu, en liðið hefur skorað 39 í fyrstu 13 leikjum tímabilsins.

Fremstur meðal jafningja hefur verið Mohamed Salah, en hann hefur skorað 11 af þessum 39. Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar, en í öðru og þriðja sæti koma einnig Liverpool-menn, þeir Sadio Mane og Diogo Jota.

Klopp virðist vera virkilega hrifinn af Jota, en hann kallaði hann hin fullkomnu kaup á dögunu,

„Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Klopp eftir sigurinn í gær.

„Hann eru hin fullkomnu kaup. Hann hefur allt sem Liverpool-leikmaður þarf. Hann hefur tækni, styrk og er klókur og getur lært tæknilegu hlutina mjög hratt.“

„Hann getur líka spilað þrjár mismunandi stöður og hefur mikinn hraða til að toppa það allt. Frábær,“ sagði Klopp að lokum.


Tengdar fréttir

Liverpool valtaði yfir dýrlingana á heimavelli

Liverpool vann auðveldan 4-0 sigur á heimavelli gegn Southampton í dag í leik sem varð aldrei spennandi. Southampton börðust hetjulega en máttu sín lítils gegn gæðunum sem búa í framlínu Liverpool.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.