Davíð Örn: „Ég var bara lítill og vildi fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 19:31 Davíð Örn Atlason Vísir/Sigurjón Davíð Örn Atlason gekk í dag í raðir Íslandsmeistara Víkings á ný eftir árs dvöl hjá Breiðablik. Davíð hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki fyrir félagið og segir það góða tilfinningu að vera kominn heim. „Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Sjá meira
„Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Sjá meira