Fótbolti

Annaðhvort Ítalía eða Portúgal verða ekki með á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal þurfa að vinna tvo leiki til að komast á HM og annar þeirra gæti verið á móti Evrópumeisturum Ítalíu.
Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal þurfa að vinna tvo leiki til að komast á HM og annar þeirra gæti verið á móti Evrópumeisturum Ítalíu. EPA-EFE/JOSE COELHO

Eftir dráttinn í evrópska umspilið fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu er ljóst að Ítalía og Portúgal munu ekki bæði geta komist á HM í Katar á næsta ári.

Bæði Portúgal og Ítalíu misstu af efsta sætinu í sínum riðli á lokasprettinum og þurftu því að fara í umspil. Drátturinn í umspilið fór á versta veg fyrir þau þar sem þau lentu saman í hluta.

Þetta eru tveir síðustu Evrópumeistarar því Ítalía vann EM í sumar og Portúgal EM í Frakklandi sumarið 2016.

Umspilið er þrískipt þar sem fjórar þjóðir berjast um eitt laust sæti í hverjum hluta.

Ítalar mæta Norður Makedóníu í undanúrslitaleiknum sínum en Portúgal spilar við Tyrklandi. Sigurvegarar þeirra leikja mætast síðan í hreinum úrslitaleik um laust sæti.

Við gætum fengið úrslitaleik á móti Wales og Skotlands um eitt laust sæti og þá þurfa Svíar að slá út Tékka og síðan Rússa eða Pólverja til að komast á HM 2022.

  • Umspilið um þrjú laus sæti fyrir Evrópuþjóðir:
  • A-hluti
  • Skotland - Úkraína
  • Wales - Austurríki
  • B-hluti
  • Rússland - Pólland
  • Svíþjóð - Tékkland
  • C-hluti
  • Ítalía - Norður Makedónía
  • Portúgal - TyrklandFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.