Meistararnir jöfnuðu toppliðið

Manchester City vann góðan 2-1 sigur gegn West Ham í dag.
Manchester City vann góðan 2-1 sigur gegn West Ham í dag. Naomi Baker/Getty Images

Englandsmeistarar Manchester City eru nú jafnir Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, í það minnsta tímabundið, eftir 2-0 sigur gegn West Ham í dag.

Heimamenn frá Manchester voru mun sterkari aðilinn í dag. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins og uppskar mark eftir rúmlega hálftíma leik þegar Ilkay Gundogan eftir stoðsendingu frá Riyad Mahrez.

Staðan var því 1-0 í hálfleik, en sömu sögu er að segja af seinni hálfleiknum. Heimamenn héldu boltanum vel, en gestirnir frá Lundúnum áttu þó sína spretti þar sem þeir sköpuðu sér ágætis hálffæri.

Hálffærin dugðu þó ekki til og á lokamínútu venjulegs leiktíma tryggði Fernandinho heimamönnum sigurinn með góðu skoti.

Manuel Lanzini setti eitt sárabótamark af dýrari gerðinni í uppbótartíma þegar hann tók boltann á lofti og smellti honum í stöngina og inn, sem eins og flestir vita er óverjandi.

Niðurstaðan varð því 2-1 sigur heimamanna, en City situr nú í öðru sæti deildarinnar með 29 stig, líkt og Chelsea sem situr á toppnum. West Ham hefur verið á góðu skriði í deildinni og situr í fjórða sæti með 23 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira